Lífið

Laglegt smáhús þar sem finna má bókasafn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg hönnun.
Virkilega smekkleg hönnun.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti hann Ginu í Nýja-Sjálandi sem býr í fallegu smáhýsi þar sem hún hefur meðal annars komið fyrir bókasafni.

Húsið er á hjólum en Gina starfar sem smáhýsahönnuður og hefur hannað fjölmörg slík rými.

Umrætt smáhýsi átti að fara í almenna sölu en hún varð í raun ástfangin af húsinu og ákvað að eiga það sjálf. Húsið er aðeins sex metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. 

Hér að neðan má sjá þetta vel heppnaði smáhýsi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.