Að halda friðinn? Brynja Huld Óskarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:01 Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun