Handbolti

Gunnar og Rúnar sáu til að Ribe-Esjberg landaði loks sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson sáu til þess að Ribe-Esjberg landaði sigri gegn Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með þriggja marka sigri gestanna, 30-33 lokatölur.

Þá léku Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir með Vendsyssel sem mátti þola tveggja marka tap.

Heimamenn voru einu marki yfir í fyrri hálfleik sem hafði verið einkar jafn, staðan þá 16-15. Í þeim síðari náðu gestirnir góðum tökum á leiknum og komust yfir um miðbik síðari hálfleiks, létu þeir þá forystu aldrei af hendi og unnu á endanum þriggja marka sigur. Var þetta fyrsti sigur liðsins á tímabilinu en liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum.

Gunnar Steinn skoraði eitt mark á meðan Rúnar Kárason skoraði fjögur í liði Ribe-Esjberg. 

Ribe-Esjberg er nú í 11. sæti deildarinanr með 2 stig eftir fjóra leiki. 

Í úrvalsdeild kvenna í Danmörku voru tveir Íslendingar til viðbótar í eldlínunni. Þær Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir léku báðar í 20-18 tapi Vendsyssel gegn Herning-Ikast.

Elín Jóna varði eins og berserkur í marki Vendsyssel. Alls varði hún 14 skot sem gerði 41 prósent markvörslu. Það dugði því miður ekki til í kvöld. Þá skoraði Steinunn eitt mark.

Vendsyssel er sem stendur í neðsta sæti með aðeins eitt stig en liðið er nýliði í úrvalsdeildinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.