Æskilegra að að leysa mál með samkomulagi en fyrir dómi Drífa Snædal skrifar 18. september 2020 15:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar