Fyrirliði Flora Tallin setti pressuna yfir á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 13:30 Konstantin Vassiljev er bæði fyrirliði Flora Tallin og eistneska landsliðsins. Getty/Hendrik Osula Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins. Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Íslandsmeistarar KR geta komist áfram í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar liðið mætir eistnesku meisturunum Flora Tallin í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR skiptir bæði félögin miklu máli peningalega ekki síst þar sem mótherjinn í þriðju umferðinni, annað hvort Linfield frá Norður Írlandi eða Floriana frá Möltu, gefur liðunum tækifæri á að komast enn lengra. Leikurinn skiptir íslenskan fótbolta líka miklu máli því komist KR ekki áfram gæti Ísland misst eitt af fjórum Evrópusætum sínum á næsta ári. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppnunum í ár. Eistneska landsliðið er 67 sætum á eftir því íslenska á nýjum styrkleikalista FIFA en frammistaða íslensku félaganna síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við gengi landsliðsins. Eistarnir líta samt svo á að þeir séu litla liðið í dag. Konstantin Vassiljev, fyrirliði Flora Tallin, setti þannig pressuna yfir á KR á blaðamannafundi fyrir leikinn. View this post on Instagram MÄNGUPÄEV Täna kohtume Euroopa liiga II voorus KR Reykjavikuga! Meeskonna kapten Vassiljev lausus mängueelsel pressikonverentsil: Me ei pea pinget endale panema. Tihti ongi ju nii olnud, et Eesti klubid ei ole Euroopas edukad. Tahame muidugi väga, et läheks homme hästi ja selle mõttega ka mängule läheme. Tõmmake õhtul endale roheline särk selga ning elage meile kaasa ETV2 otseülekande vahendusel! : Brit Maria Tael A post shared by FC Flora Tallinn (@fcflora) on Sep 17, 2020 at 12:30am PDT „Það er engin pressa á okkur. Það hefur oftast verið þannig að eistnesku félögin hafa ekki verið að ná árangri í Evrópukeppnunum. Auðvitað viljum við gera vel í leiknum á morgun (í dag) og förum inn í þennan leik með því hugarfari,“ sagði Konstantin Vassiljev sem er frægasti fótboltamaður Eista. Konstantin Vassiljev er orðinn 36 ára gamall en hann hefur skorað 25 mörk í 121 landsleik fyrir Eista og hefur þrisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins í Eistlandi. Leikur Flora Tallin og KR fer fram fyrir luktum dyrum í Tallin í Eistlandi en Flora menn skoruðu á stuðningsmenn sína að horfa á leikinn í sjónvarpinu í grænum búningum félagsins.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira