Velferðarsamfélag – í alvöru! Skúli Helgason skrifar 15. september 2020 17:26 Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Skóla - og menntamál Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skúli Helgason Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar