Velferðarsamfélag – í alvöru! Skúli Helgason skrifar 15. september 2020 17:26 Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Skóla - og menntamál Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skúli Helgason Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við höfum metnað til að búa börnum í borginni eins góð skilyrði til þroska, uppvaxtar og menntunar eins og kostur er. Öllum börnum. Líka þeim sem flytjast hingað erlendis frá eða eiga foreldra með annað móðurmál en íslensku. Því er það ömurlegt þegar börn sem hafa kynnst okkar samfélagi, eignast hér vini og félaga og blómstrað í reykvísku umhverfi eru rifin upp og send úr landi á grundvelli ómannúðlegra reglna eins og við höfum ítrekað orðið vitni að á undanförnum misserum. Á morgun á að senda úr landi sex manna fjölskyldu egypska - hjón með 4 börn á aldrinum 2-12 ára, þar af tvo nemendur Rewidu og Abdalla sem hafa stundað nám í Háaleitisskóla undanfarin misseri og unað hag sínum þar vel. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir rúmum 2 árum og sótti um alþjóðlega vernd en var hafnað þrátt fyrir að öryggi fjölskyldunnar verði stefnt í hættu ef þeim verður vísað aftur til Egyptalands. Skólastjóri Háaleitisskóla og þúsundir landsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega sem grimmdarlegri og ómannúðlegri og börnin mega búast við því að missa föður sinn í fangelsi í heimalandinu vegna pólitískrar þátttöku hans og reyndar eru verulegar líkur á að líf hans verði í hættu. Mál af þessu tagi eru svartur blettur á samfélagi okkar enda brjóta þau á rétti barna sem við höfum heitið að standa vörð um samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum sem betur fer dæmi um að málum hafi verið snúið við á síðustu stundu en svo eru önnur brottvísunarmál sem gengu sinn gang til enda þar með talið brottvísun ófrískrar konu með lítið barn sem var vikið úr landi á 36. viku meðgöngu. Við getum ekki kallað okkur velferðarsamfélag ef stjórnvöld koma svona fram við börn og fjölskyldur þeirra. Þess vegna vil ég skora á dómsmálaráðherra að grípa þegar inn í og koma í veg fyrir að þessi ágæta barnafjölskylda verði rifin upp með rótum úr íslensku samfélagi og send úr landi. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar