Handbolti

Aron markahæstur í risasigri

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona hafa verið með algjört yfirburðalið á Spáni.
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona hafa verið með algjört yfirburðalið á Spáni. vísir/getty

Aron Pálmarsson skoraði í kvöld sex mörk fyrir Spánarmeistara Barcelona sem virðast ekki frekar en fyrri ár ætla að vera í vandræðum með að vinna spænsku 1. deildina í handbolta.

Aron og Dika Mem voru markahæstir Börsunga í kvöld með sex mörk hvor, í 37-21 útisigri á Logrono La Rioja.

Barcelona hefur því unnið tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Í dönsku úrvalsdeildinni skoraði Elvar Örn Jónsson tvö mörk, reyndar úr átta tilraunum, í 35-31 útisigri Skjern á Fredericia. Skjern hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en Fredericia er enn án stiga eftir þrjá leiki.


Tengdar fréttir

Aron vann ofurbikarinn

Barcelona vann mjög svo sannfærandi sigur á Benidorm í spænska Ofurbikarnum í handbolta. Lokatölur tuttugu marka sigur Börsunga, 38-18.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.