Opnunartími leikskóla í Reykjavík – kyn og kóróna Sóley Tómasdóttir og Sunna Símonardóttir skrifa 11. september 2020 13:00 Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun