Næsta tímabil í NBA-deildinni byrjar í fyrsta lagi á jóladag Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2020 18:32 Úrslitakeppnin er í fullum gangi og ekki ljóst hvenær næsta leiktíð hefst. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976. NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976.
NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira