Þjálfari Viggós og Elvars með kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:45 Jürgen Schweikardt hefur þjálfað lið TVB Stuttgart frá árinu 2018 og hefur þegar sótt tvo íslenska leikmenn. Getty/Marijan Murat Jürgen Schweikardt, þjálfari TVB Stuttgart í þýsku bundesligunni í handbolta, fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann er með veiruna. Þýska félagið sagði frá þessu á sínum miðlum í dag. Jürgen Schweikardt sýnir engin einkenni en þarf að vera í sóttkví fram í miðja næstu viku. Hann þarf þá að fara í annað próf og má aðeins hitta leikmenn sína aftur ef það er neikvætt. TVB Stuttgart: Coronavirus bremst Jürgen Schweikardt aus https://t.co/ok6mIOJvlJ pic.twitter.com/uoCsSHZGdh— Stuttgarter Zeitung (@StZ_NEWS) September 9, 2020 Elvar Ásgeirsson er að hefja sitt annað tímabil með félaginu en landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson er einn af nýju mönnunum í hópnum. TVB Stuttgart ætlaði að spila æfingaleik á móti HC Erlangen á mánudaginn en þurfti að fresta leiknum eftir að smitið kom upp. Jürgen Schweikardt er fertugur og hefur þjálfað liðið frá árinu 2018. Hann var einnig þjálfari þess frá 2013 til 2015 eða strax eftir að hann lagði skóna á hilluna. Am Montagnachmittag erhielt der TVB Stuttgart vom Labor die Info, dass bei der Pooltestung der aktiv Spielbeteiligten vom Samstag ein Abstrich #positiv auf das #Corona-Virus ausgewertet wurde.Alles Informationen erhalten Sie in der #Pressemitteilung.https://t.co/HesMNv62zC— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) September 9, 2020 TVB Stuttgart verður því án þjálfar síns í BVG Handball Cup 2020 sem er æfingamót liða af Baden-Württemberg svæðinu og klárast um næstu helgi. Liðin sem eru komin í undanúrslitin auk TVB Stuttgart eru Rhein-Neckar Löwen, Frisch Auf Göppingen og HBW Balingen-Weilstetten. Allir leikmenn og starfsmenn TVB Stuttgart þurfa að fara í kórónuveirupróf í dag til þess að vera viss um að enginn þeirra sé smitaður. Séu allir neikvæðir þá má liðið spila undanúrslitaleik sinn á móti HBW Balingen-Weilstetten á föstudaginn. Rhein-Neckar Löwen og Frisch Auf Göppingen mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Þýski handboltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Jürgen Schweikardt, þjálfari TVB Stuttgart í þýsku bundesligunni í handbolta, fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann er með veiruna. Þýska félagið sagði frá þessu á sínum miðlum í dag. Jürgen Schweikardt sýnir engin einkenni en þarf að vera í sóttkví fram í miðja næstu viku. Hann þarf þá að fara í annað próf og má aðeins hitta leikmenn sína aftur ef það er neikvætt. TVB Stuttgart: Coronavirus bremst Jürgen Schweikardt aus https://t.co/ok6mIOJvlJ pic.twitter.com/uoCsSHZGdh— Stuttgarter Zeitung (@StZ_NEWS) September 9, 2020 Elvar Ásgeirsson er að hefja sitt annað tímabil með félaginu en landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson er einn af nýju mönnunum í hópnum. TVB Stuttgart ætlaði að spila æfingaleik á móti HC Erlangen á mánudaginn en þurfti að fresta leiknum eftir að smitið kom upp. Jürgen Schweikardt er fertugur og hefur þjálfað liðið frá árinu 2018. Hann var einnig þjálfari þess frá 2013 til 2015 eða strax eftir að hann lagði skóna á hilluna. Am Montagnachmittag erhielt der TVB Stuttgart vom Labor die Info, dass bei der Pooltestung der aktiv Spielbeteiligten vom Samstag ein Abstrich #positiv auf das #Corona-Virus ausgewertet wurde.Alles Informationen erhalten Sie in der #Pressemitteilung.https://t.co/HesMNv62zC— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) September 9, 2020 TVB Stuttgart verður því án þjálfar síns í BVG Handball Cup 2020 sem er æfingamót liða af Baden-Württemberg svæðinu og klárast um næstu helgi. Liðin sem eru komin í undanúrslitin auk TVB Stuttgart eru Rhein-Neckar Löwen, Frisch Auf Göppingen og HBW Balingen-Weilstetten. Allir leikmenn og starfsmenn TVB Stuttgart þurfa að fara í kórónuveirupróf í dag til þess að vera viss um að enginn þeirra sé smitaður. Séu allir neikvæðir þá má liðið spila undanúrslitaleik sinn á móti HBW Balingen-Weilstetten á föstudaginn. Rhein-Neckar Löwen og Frisch Auf Göppingen mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Þýski handboltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira