Mildur við stórútgerðina grimmur við trillukarla Arnar Atlason skrifar 9. september 2020 14:00 Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Sjávarútvegur Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun