Valdníðsla Gunnar Dan Wiium skrifar 8. september 2020 21:00 Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun