Land réttlætis? – Opið bréf til ríkisstjórnarinnar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 15:00 Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar