Körfubolti

Settu í gír í fjórða leik­hlutanum og unnu leikinn fyrir Clippers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kawhi Leonard og Paul George spiluðu virkilega vel í nótt.
Kawhi Leonard og Paul George spiluðu virkilega vel í nótt. vísir/getty

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA körfuboltans í nótt. Boston vann öruggan sigur á Toronto, 111-89, og Clippers vann sex stiga stigur á Denver, 113-107.

Boston er því komið í 3-2 í einvíginu gegn Toronto í undanúrslitum austurdeildarinnar og í undanúrslitum austurdeildarinnar er Clippers 2-1 yfir gegn Denver.

Clippers hafði betur gegn Denver eftir góðan fjórða leikhluta. Þeir voru fjórum stigum undir fyrir lokaleikhlutann en settu í fluggírinn og unnu mikilvægan sigur.

Paul George gerði 32 stig og Kawhi Leonard bætti við 26. Kawhi tók einnig sextán fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hjá Denver var Nikola Jokic stigahæstur með 32 stig og tólf fráköst.

Boston lenti ekki í miklum vandræðum með Toronto. Lokatölur urðu 111-89 en Boston setti tóninn strax í fyrsta leikhlutanum sem þeir unnu 25-11.

Jaylen Brown var stigahæstur Boston manna með 27 stig en Fred VanVleet gerði 18 stig fyrir Toronto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×