Tyrklandsheimsókn og ásýnd Mannréttindadómstólsins Skúli Magnússon skrifar 6. september 2020 16:29 Fyrir valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 hafði ýmislegt gengið á í tyrkneska dómskerfinu og óhætt er að segja að tyrknesk stjórnvöld, undir forsæti Erdogans, höfðu þá þegar kyrfilega vikið frá einhvers konar braut hægfara umbóta. Eftir valdaránstilraunina keyrði þó um þverbak og stjórnvöld stóðu fyrir víðtækum hreinsunum í her og stjórnkerfi, svo og dómskerfi landsins. Dómarar, svo þúsundum skiptir, voru reknir úr embætti, eignir þeirra frystar og nýir dómarar, hliðhollir stjórnvöldum, skipaðir í þeirra stað. Stjórnin lét sér þó ekki nægja að svipta dómarana embætti heldur voru um tvö þúsund dómarar og saksóknarar handteknir og hafðir í gæsluvarðhaldi, oft við óviðunandi aðstæður, svo mánuðum og árum skipti. Tyrkneska dómarafélagið, YARSAV, systurfélag Dómarafélags Íslands í alþjóðasamtökum dómara, sem leyft hafði sér að gagnrýna stjórnvöld var skilgreint sem hryðjuverkasamtök, en nýtt dómarafélag, hliðhollt stjórnvöldum, stofnað þess í stað. Formaður YARSAV, Murat Arslan, var meðal þeirra sem var handtekinn og loks dæmdur í 10 ára fangelsi í janúar 2019. Alls er Erdogan-stjórnin talin hafa skipt út helmingi allra tyrkneskra dómara eftir 2016 eða um 10.000 dómurum. Hver og einn getur svarað því hversu trúverðugt það er að ræða um sjálfstæða dómstóla í Tyrklandi eftir þessa atburði. Það er við þessar aðstæður sem nýlega kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Róbert R. Spanó, heimsækir Tyrkland, í boði dómsmálaráðherra landsins, ræðir þar við forsetann sem ber ábyrgð á hinum víðtæku hreinsunum, tekur við heiðursdoktorsnafnbót og heimsækir jafnvel dómaraskóla landsins þar sem hann talar um hina ágætu samvinnu Mannréttindadómstólsins og æðstu dómstóla Tyrklands! Íslenskir dómarar, sem margir hafa styrkt tyrknesk starfssystkini sín með táknrænum framlögum, hafa e.t.v. beðið eftir því að Róbert myndi í heimsókninni með afgerandi hætti víkja að málefnum þeirra dómara sem hafa orðið fórnarlömb hreinsanna stjórnvalda, jafnvel hitta einhverja þessara dómara eða aðstandendur þeirra. Að mínu mati hefði slíkur fundur t.d. verið ágætis mótvægi við heimsókn Róberts í dómaraskólann í Istanbúl. Í þessu sambandi var stutt og almenn umfjöllun Róberts í dómaraskólanum, um reglur Mannréttindasáttmálans gagnvart dómurum í haldi, býsna létt á metunum. Óhætt er að segja að heimsókn Róberts hafi því fyrst og fremst haft á sér það yfirbragð að “styrkja áralöng tengsl Mannréttindadómstólsins og Tyrklands”, svo vitnað sé til einnar fyrirsagnar um heimsóknina, líkt og lítið hafi í skorist. Það er því skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu dómsforsetans ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi. Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins. Vafalaust réttlætir Róbert og bakland hans hjá Mannréttindadómstólnum heimsóknina með því að mikilvægt sé að eiga samskipti við tyrknesk stjórnvöld og koma þar á framfæri skilaboðum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis. Þótt taka megi undir nauðsyn þess að halda áfram samskiptum við Tyrkland og styðja eftir föngum við úrbætur, eru diplomatískar heimsóknir í slíkum tilgangi auðvitað ekki hlutverk Mannréttindadómstólsins eða forseta hans heldur er þeim ætlað að leysa úr dómsmálum (sem nóg er af í Strassborg, ekki síst frá Tyrklandi). Þess utan er Mannréttindadómstólnum ekki aðeins ætlað að eiga samskipti við ríki og ríkisstjórnir heldur einnig fólkið sem nýtur réttinda samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og leitar til dómstólsins í trausti þess að hann sé óvilhallur og sjálfstæður gagnvart stjórnvöldum ríkjanna. Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið. Höfundur er héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 hafði ýmislegt gengið á í tyrkneska dómskerfinu og óhætt er að segja að tyrknesk stjórnvöld, undir forsæti Erdogans, höfðu þá þegar kyrfilega vikið frá einhvers konar braut hægfara umbóta. Eftir valdaránstilraunina keyrði þó um þverbak og stjórnvöld stóðu fyrir víðtækum hreinsunum í her og stjórnkerfi, svo og dómskerfi landsins. Dómarar, svo þúsundum skiptir, voru reknir úr embætti, eignir þeirra frystar og nýir dómarar, hliðhollir stjórnvöldum, skipaðir í þeirra stað. Stjórnin lét sér þó ekki nægja að svipta dómarana embætti heldur voru um tvö þúsund dómarar og saksóknarar handteknir og hafðir í gæsluvarðhaldi, oft við óviðunandi aðstæður, svo mánuðum og árum skipti. Tyrkneska dómarafélagið, YARSAV, systurfélag Dómarafélags Íslands í alþjóðasamtökum dómara, sem leyft hafði sér að gagnrýna stjórnvöld var skilgreint sem hryðjuverkasamtök, en nýtt dómarafélag, hliðhollt stjórnvöldum, stofnað þess í stað. Formaður YARSAV, Murat Arslan, var meðal þeirra sem var handtekinn og loks dæmdur í 10 ára fangelsi í janúar 2019. Alls er Erdogan-stjórnin talin hafa skipt út helmingi allra tyrkneskra dómara eftir 2016 eða um 10.000 dómurum. Hver og einn getur svarað því hversu trúverðugt það er að ræða um sjálfstæða dómstóla í Tyrklandi eftir þessa atburði. Það er við þessar aðstæður sem nýlega kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Róbert R. Spanó, heimsækir Tyrkland, í boði dómsmálaráðherra landsins, ræðir þar við forsetann sem ber ábyrgð á hinum víðtæku hreinsunum, tekur við heiðursdoktorsnafnbót og heimsækir jafnvel dómaraskóla landsins þar sem hann talar um hina ágætu samvinnu Mannréttindadómstólsins og æðstu dómstóla Tyrklands! Íslenskir dómarar, sem margir hafa styrkt tyrknesk starfssystkini sín með táknrænum framlögum, hafa e.t.v. beðið eftir því að Róbert myndi í heimsókninni með afgerandi hætti víkja að málefnum þeirra dómara sem hafa orðið fórnarlömb hreinsanna stjórnvalda, jafnvel hitta einhverja þessara dómara eða aðstandendur þeirra. Að mínu mati hefði slíkur fundur t.d. verið ágætis mótvægi við heimsókn Róberts í dómaraskólann í Istanbúl. Í þessu sambandi var stutt og almenn umfjöllun Róberts í dómaraskólanum, um reglur Mannréttindasáttmálans gagnvart dómurum í haldi, býsna létt á metunum. Óhætt er að segja að heimsókn Róberts hafi því fyrst og fremst haft á sér það yfirbragð að “styrkja áralöng tengsl Mannréttindadómstólsins og Tyrklands”, svo vitnað sé til einnar fyrirsagnar um heimsóknina, líkt og lítið hafi í skorist. Það er því skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu dómsforsetans ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi. Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins. Vafalaust réttlætir Róbert og bakland hans hjá Mannréttindadómstólnum heimsóknina með því að mikilvægt sé að eiga samskipti við tyrknesk stjórnvöld og koma þar á framfæri skilaboðum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis. Þótt taka megi undir nauðsyn þess að halda áfram samskiptum við Tyrkland og styðja eftir föngum við úrbætur, eru diplomatískar heimsóknir í slíkum tilgangi auðvitað ekki hlutverk Mannréttindadómstólsins eða forseta hans heldur er þeim ætlað að leysa úr dómsmálum (sem nóg er af í Strassborg, ekki síst frá Tyrklandi). Þess utan er Mannréttindadómstólnum ekki aðeins ætlað að eiga samskipti við ríki og ríkisstjórnir heldur einnig fólkið sem nýtur réttinda samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og leitar til dómstólsins í trausti þess að hann sé óvilhallur og sjálfstæður gagnvart stjórnvöldum ríkjanna. Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið. Höfundur er héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar