Golf

Guðmundur Ágúst endaði í fimmta sæti á Opna Norður-Írska

Ísak Hallmundarson skrifar
Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti á Opna Norður-Írska mótinu í golfi.
Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti á Opna Norður-Írska mótinu í golfi. vísir/gva

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðu gengi að fagna á Opna Norður-Írska mótinu í golfi, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur lék alla hringina undir pari vallarins, en völlurinn er par 70. Hann lék samtals á níu höggum undir pari og endaði í 5. sæti á mótinu. Lokahringinn í dag lék Guðmundur á 67 höggum, þremur undir pari, þar sem hann fékk fugl á fyrstu holu, örn á 10. holu og par á öllum hinum holunum. 

Bandaríkjamaðurinn Tyler Koivisto vann mótið á 12 höggum undir pari, þremur höggum minna en Guðmundur Ágúst.

Haraldur Franklín Magnús lék samtals á pari í mótinu og endaði í 33. sæti, en á lokahringnum í dag var hann á þremur höggum undir pari líkt og Guðmundur. Andri Þór Björnsson endaði í 48. sæti á samanlagt tveimur höggum yfir pari.

Hér má skoða heildarúrslitin í mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.