Handbolti

Misjafnt gengi markvarðanna í Danmörku í kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu.
Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA

Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkverðir Íslands í handbolta, léku báðir með liðum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Voru þetta fyrstu deildarleikir liðanna á þessu tímabili.

Ágúst Elí stóð í marki Kolding sem mátti þola stórt tap gegn Álaborg, 40-27. Vörn Kolding var sem gatasigti og náði Ágúst aðeins að klukka fimm bolta í markinu. Því fór sem fór og liðið tapaði með 13 marka mun.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Viktori Gísla gekk töluvert betur en kollega sínum í kvöld. Lið hans, GOG, vann Lemvig nokkuð örugglega á heimavelli með sjö marka mun, 35-28. Viktor varði átta skot í leiknum og hjálpaði liðinu að landa sigri í fyrstu umferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×