Að pissa í skó komandi kynslóða Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 1. september 2020 09:01 Flest af minni kynslóð kannast við loftslagskvíða. Hvernig er annað hægt þegar fréttir og umræða um loftslagsvísindi sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru orðin daglegt brauð víða um heim — án þess að þær teljist til forsíðufrétta á einum einasta miðli. Loftslagsbreytingar skella hins vegar ekki á allt í einu, með blóðrauðum dómsdagshimni í biblískum stíl. Breytingarnar verða hægar og munu lita hversdagslíf okkar mismikið eftir því hvar við búum, en stöðugt verða áhrifin meiri og þau verða ekki flúin. Það þarf ekki lengur að vera vísindamaður og rýna í óskiljanleg gögn til að sjá loftslagsbreytingar eiga sér stað. Fólk um allan heim er farið að finna fyrir breytingunum á eigin skinni. Áhrifin eru til að mynda flóð, hitabylgjur, skógareldar, fellibylir, útdauði dýra- og plöntutegunda, ísbreiður eru að bráðna og fólki á flótta undan áhrifum loftslagsbreytinga er að fjölga. Þetta er ekki eftir ár eða áratugi, heldur eiga þessar breytingar sér stað í þessum töluðu orðum. Ákvarðanirnar sem við tökum á næstu árum munu hafa áhrif um ókomna tíð. Kvíðnir foreldrar Loftslagsvísindamaðurinn Peter Kalmus er einn þeirra sem segist ekki geta setið aðgerðarlaus og hefur í fært sig yfir á svið aktívisma og stjórnmála s.l. 15 ár til að reyna að fá stjórnmálamenn og almenning til að horfast í augu við alvarleika málsins. Í grein sem hann birti í LA Times á dögunum fjallar hann um hvernig foreldrahlutverkið hafi knúið hann áfram til þess að brýna rödd sína og að gefa ekki upp vonina. Að verða foreldri gerði minn eigin loftslagskvíða líka áþreifanlegri. Allt í einu ber ég ábyrgð á að koma litlum dreng til manns, í heimi þar sem lífsgæði, fæðuöryggi, skjól og friður verður ekki sjálfsagður hlutur. Framtíð hans veltur alfarið á því að við sem stýrum skútunni í dag tökum loftslagshörmungum alvarlega og bregðumst við með viðbrögðum sem hæfa vandamálinu. Allt bendir til þess að nú eigi að auka neyslu og þenja seglin í botn um allan heim vegna COVID-19 og samdráttar vegna þess. Það er skammgóður vermir og í raun væri það að pissa í skó komandi kynslóða. Við horfum nefnilega fram á miklu stærri vandamál en faraldurinn, sem hér hafa verið reifuð. Hvað ætlum við til dæmis að gera þegar flóttafólk í hundruð milljóna vís fer á flótta vegna hita og veðuröfga? Hvað er til ráða? Það er auðvelt að fallast hendur en Peter Kalmus hefur hvatt fólk til að vera hluti af breytingunni og leggja baráttunni lið. Við þurfum róttækar breytingar á stjórnmála- og samfélagskerfinu að hans sögn. Það er ekki lengur nóg að leggja til hófsamar tillögur heldur verður markmiðið verður að vera algjör viðsnúningur og keyra útblástur niður. Við þurfum kjark til að endurhugsa hvernig við lifum okkar daglega lífi. Tíminn fyrir hægfara aðgerðir er liðinn og þess vegna þurfum við stjórnmálamenn sem þora að standa í lappirnar og setja grænar línur, bæði hvað varðar atvinnulíf og almenning. Hvert og eitt okkar þarf líka að finna gleðina og áhugann í því að aðlaga líf okkar að loftslagsmarkmiðum. Hægt er að finna reiknivélar sem gera okkur kleift að skoða kolefnisfótspor okkar og í kjölfarið leitað að aðgerðum til að draga úr losun. Við þurfum að nálgast þetta þannig að í stað þess að fórna lífsgæðum erum við að bæta og auðga líf okkar. Með því að hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur fáum við meiri nálægð við samfélagið, náttúruna, hreyfum okkur og njótum útivistar. Við spörum líka peninga og lifum hægar. Í stað þess að fórna ákveðnum fæðutegundum þá er umhverfisvænna mataræði tilraun til þess að prófa nýjar uppskriftir og fæðutegundir. Hægt er að taka kjöt- og mjólkurvörulausa daga í hverri viku en mitt fæði hefur sannarlega ekki orðið minna fjölbreytt eða innihaldsríkt á vegferð til umhverfisvænna lífs. Þá er mikilvægt að skoða matarsóun heimilisins og kynna sér moltugerð, t.d. með Bokashi. Það gefur okkur meiri yfirsýn yfir neyslu heimilisins, sparar okkur pening og er frábær leið til núvitundar. Margar aðrar leiðir eru færar og auðga líf okkar frekar en að skerða: að uppgötva ástríðu fyrir garðyrkju, að hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur. Að elda í stað þess að kaupa tilbúið. Gera við raftæki, sauma úr gömlum fötum og læra nýja iðn. Þetta eru allt lyklar að hægara og streituminna lífi, sem flest okkar stefna að og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Hvað sem við gerum þurfum við að tala um loftslagslagsvandann og tækla vandamálið saman. Líf okkar og velferð veltur á því. Höfundur er listfræðingur og aktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Börn og uppeldi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flest af minni kynslóð kannast við loftslagskvíða. Hvernig er annað hægt þegar fréttir og umræða um loftslagsvísindi sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru orðin daglegt brauð víða um heim — án þess að þær teljist til forsíðufrétta á einum einasta miðli. Loftslagsbreytingar skella hins vegar ekki á allt í einu, með blóðrauðum dómsdagshimni í biblískum stíl. Breytingarnar verða hægar og munu lita hversdagslíf okkar mismikið eftir því hvar við búum, en stöðugt verða áhrifin meiri og þau verða ekki flúin. Það þarf ekki lengur að vera vísindamaður og rýna í óskiljanleg gögn til að sjá loftslagsbreytingar eiga sér stað. Fólk um allan heim er farið að finna fyrir breytingunum á eigin skinni. Áhrifin eru til að mynda flóð, hitabylgjur, skógareldar, fellibylir, útdauði dýra- og plöntutegunda, ísbreiður eru að bráðna og fólki á flótta undan áhrifum loftslagsbreytinga er að fjölga. Þetta er ekki eftir ár eða áratugi, heldur eiga þessar breytingar sér stað í þessum töluðu orðum. Ákvarðanirnar sem við tökum á næstu árum munu hafa áhrif um ókomna tíð. Kvíðnir foreldrar Loftslagsvísindamaðurinn Peter Kalmus er einn þeirra sem segist ekki geta setið aðgerðarlaus og hefur í fært sig yfir á svið aktívisma og stjórnmála s.l. 15 ár til að reyna að fá stjórnmálamenn og almenning til að horfast í augu við alvarleika málsins. Í grein sem hann birti í LA Times á dögunum fjallar hann um hvernig foreldrahlutverkið hafi knúið hann áfram til þess að brýna rödd sína og að gefa ekki upp vonina. Að verða foreldri gerði minn eigin loftslagskvíða líka áþreifanlegri. Allt í einu ber ég ábyrgð á að koma litlum dreng til manns, í heimi þar sem lífsgæði, fæðuöryggi, skjól og friður verður ekki sjálfsagður hlutur. Framtíð hans veltur alfarið á því að við sem stýrum skútunni í dag tökum loftslagshörmungum alvarlega og bregðumst við með viðbrögðum sem hæfa vandamálinu. Allt bendir til þess að nú eigi að auka neyslu og þenja seglin í botn um allan heim vegna COVID-19 og samdráttar vegna þess. Það er skammgóður vermir og í raun væri það að pissa í skó komandi kynslóða. Við horfum nefnilega fram á miklu stærri vandamál en faraldurinn, sem hér hafa verið reifuð. Hvað ætlum við til dæmis að gera þegar flóttafólk í hundruð milljóna vís fer á flótta vegna hita og veðuröfga? Hvað er til ráða? Það er auðvelt að fallast hendur en Peter Kalmus hefur hvatt fólk til að vera hluti af breytingunni og leggja baráttunni lið. Við þurfum róttækar breytingar á stjórnmála- og samfélagskerfinu að hans sögn. Það er ekki lengur nóg að leggja til hófsamar tillögur heldur verður markmiðið verður að vera algjör viðsnúningur og keyra útblástur niður. Við þurfum kjark til að endurhugsa hvernig við lifum okkar daglega lífi. Tíminn fyrir hægfara aðgerðir er liðinn og þess vegna þurfum við stjórnmálamenn sem þora að standa í lappirnar og setja grænar línur, bæði hvað varðar atvinnulíf og almenning. Hvert og eitt okkar þarf líka að finna gleðina og áhugann í því að aðlaga líf okkar að loftslagsmarkmiðum. Hægt er að finna reiknivélar sem gera okkur kleift að skoða kolefnisfótspor okkar og í kjölfarið leitað að aðgerðum til að draga úr losun. Við þurfum að nálgast þetta þannig að í stað þess að fórna lífsgæðum erum við að bæta og auðga líf okkar. Með því að hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur fáum við meiri nálægð við samfélagið, náttúruna, hreyfum okkur og njótum útivistar. Við spörum líka peninga og lifum hægar. Í stað þess að fórna ákveðnum fæðutegundum þá er umhverfisvænna mataræði tilraun til þess að prófa nýjar uppskriftir og fæðutegundir. Hægt er að taka kjöt- og mjólkurvörulausa daga í hverri viku en mitt fæði hefur sannarlega ekki orðið minna fjölbreytt eða innihaldsríkt á vegferð til umhverfisvænna lífs. Þá er mikilvægt að skoða matarsóun heimilisins og kynna sér moltugerð, t.d. með Bokashi. Það gefur okkur meiri yfirsýn yfir neyslu heimilisins, sparar okkur pening og er frábær leið til núvitundar. Margar aðrar leiðir eru færar og auðga líf okkar frekar en að skerða: að uppgötva ástríðu fyrir garðyrkju, að hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur. Að elda í stað þess að kaupa tilbúið. Gera við raftæki, sauma úr gömlum fötum og læra nýja iðn. Þetta eru allt lyklar að hægara og streituminna lífi, sem flest okkar stefna að og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Hvað sem við gerum þurfum við að tala um loftslagslagsvandann og tækla vandamálið saman. Líf okkar og velferð veltur á því. Höfundur er listfræðingur og aktívisti.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar