Skólabyrjun á skrýtnum tímum Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 12:30 Vanalega fylgja skólabyrjun ýmsar tilfinningar og oftar en ekki tilhlökkun. Ný árstíð, nýtt upphaf. En eins og við öll vitum geta líka fylgt blendnar tilfinningar, kvíði og óvissa. Lífið á tímum heimsfaraldurs er erfitt fyrir unga sem aldna. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að skólastarf hefjist að nýju með sem eðlilegustum hætti en ljóst er að það verður frábrugðið, á öllum skólastigum. Við búum við nýjan veruleika sem taka þarf mið af. Hvernig geta foreldrar og aðrir uppalendur stutt nemendur? Hér á eftir fylgja nokkur ráð og vangaveltur. Í ljósi aðstæðna þurfa skólayfirvöld og stjórnvöld að vera sveigjanleg og reiðubúin til að aðlagast ef þörf krefur til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Þess vegna er mikilvægt að fyrir hendi séu áætlanir lagaðar að mismunandi aðstæðum. Foreldrar þurfa að vera í góðu sambandi við skólann og upplýstir um gang mála. Eru netföng og símanúmer örugglega rétt skráð hjá skólanum? Ertu í góðu sambandi við fulltrúa foreldra? T.d. í skólaráði, foreldrafélagi eða bekkjarfulltrúa? Mikilvægt er að allar upplýsingaleiðir séu greiðar þannig skilaboð komist fljótt og vel til skila. Eðlilegt er að margar spurningar vakni og hér eru dæmi um nokkrar sem gagnlegt gæti verið að spyrja í skólanum: Hvernig mun skólinn leitast við að tryggja öryggi nemenda? Hvernig verður stutt við andlega heilsu nemenda og unnið gegn fordómum gagnvart þeim sem veikjast af COVID-19? Hefur COVID-19 ástandið áhrif á öryggis- og eineltisáætlanir skólans? Eru myndir af öllu starfsfólki á heimasíðu þannig að foreldrar geti betur áttað sig á kennurum og starfsfólki? Til dæmis gæti barnið verið með nýjan kennara og þar sem foreldrar hafa ekki mátt vera viðstaddir skólasetningar er mikilvægt að vita deili á kennurum. Kennarinn má ekki bara vera netfang í huga foreldra. Hvernig verður félagslífi og viðburðum háttað? Hefur skólastjóri hugmyndir og áætlanir um starf foreldrafélaga við breyttar aðstæður? Mikilvægt er að halda foreldrastarfi gangandi, þó í breyttri mynd sé. Vert er að minna á að foreldrafélög eru lögbundin og skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hvernig get ég stutt við skólastarfið? Verum dugleg að minna börnin á einstaklingsbundnar sóttvarnir, handþvott og spritt auk þess að halda góðri fjarlægð þegar við á. Við gerum þetta saman og gott er að leggja áherslu á samtakamáttinn og samábyrgðina í umræðum um faraldurinn. Nemendur og kennarar hafa sýnt þrautseigju í erfiðum aðstæðum og vilja til að halda áfram að sinna náminu. En mörg börn munu þurfa á auka stuðningi að halda til að ná markmiðum sínum. Gera þarf ráð fyrir upprifjun og heimavinnu og líklegt er að margir skólar styðjist við blandaða kennslu, nám í skólastofu og fjarnám. Með því að skapa góðan ramma og rútínu í kringum skóla og heimavinnu má auðvelda nemendum að halda einbeitingu og finna fyrir öryggi. Hjá Heimili og skóla er hægt að nálgast veggspjald með góðum ráðum um heimanám og er það einnig aðgengilegt á heimasíðunni, heimiliogskoli.is. Aukin tölvu- og tækninotkun er fylgifiskur meiri einangrunar og hefur ýmsar jákvæðar hliðar en einnig getur reynst erfitt að halda henni í skefjum og átta sig á hvað börnin eru að gera í tækjunum. Gott er að setja tímaramma í kringum leikjaspilun og samskipti á netinu og hafa hann skýran og skynsamlegan, í samráði við börnin. Það skiptir máli hvað börnin eru að gera með tækjunum en ekki bara hve lengi og taka þarf mið af því. Þess vegna er gott fyrir foreldra að reyna að átta sig á hve mikill tími fer u.þ.b. í lærdóm, samskipti og leiki. Þegar kemur að því að hætta í leiknum/tækinu er vænlegt að minna börnin á að nú sé tíminn að verða búin um 15-20 mínútum áður en hann er uppurinn og svo 5 mínútum áður en hann klárast (eða eitthvað slíkt) frekar en að hrópa bara skyndilega, tíminn búinn! Undirbúningur og utanumhald skiptir hér máli og getur gert líf uppalandans talsvert auðveldara þegar kemur að því að halda utan um tækjanotkun barnanna. Margar spurningar vakna á óvissutímum og börn upplifa streitu öðruvísi en fullorðnir. Bregðumst jákvætt við spurningum og reynum að svara þeim eftir bestu getu eða leita svara. Sýnum stuðning í verki og látum barnið vita að það sé ekki einungis í lagi heldur eðlilegt að finna fyrir gremju eða kvíða á tímum sem þessum. Aðstoðum börnin við að halda sinni rútínu og munum að nám fer fram með margvíslegum hætti, t.d. með eldamennsku, lestri fyrir háttinn, leikjum o.fl. Mikilvægt er að hafa samband við kennara barnsins ef barnið á erfitt með námið, er að dragast aftur úr eða stendur frammi fyrir erfiðleikum í einkalífinu svo sem sorg, missi eða auknum kvíða til dæmis vegna faraldursins. Við þurfum að vera sérstaklega vakandi fyrir andlegri líðan á álagstímum. Verum hluti af skólasamfélaginu og ef við erum aflögufær á tíma og/eða annan stuðning reynum þá að hjálpa til með því að styðja við aðra nemendur og foreldra ef hægt er. Gott getur verið að virkja foreldrasamfélagið og vera í góðu sambandi við aðra foreldra í bekknum til dæmis á netinu og deila þar góðum ráðum og leita stuðnings. Mikilvægt er fyrir foreldra að huga líka að sjálfum sér svo þeir geti tekist á við þær áskoranir sem barnauppeldi hefur í för með sér, ekki síst á tímum heimsfaraldurs. Ekki vera feimin við að leita ykkur hjálpar eða stuðnings ef þörf krefur og gætið þess að huga vel að grunnþörfum eins og kostur er, s.s. svefni, hreyfingu, næringu og tengslum. Ómögulegt er að hella úr tómum bolla. Að lokum er gott að horfa á björtu hliðarnar. Er kannski tækifæri núna til að endurskoða forgangsröðunina? Er hægt að stokka upp skipulagið? Má mögulega bæta samspil vinnu og einkalífs? Gefast fleiri tækifæri til samveru með okkar nánustu? Í breytingum felast oft tækifæri. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Vanalega fylgja skólabyrjun ýmsar tilfinningar og oftar en ekki tilhlökkun. Ný árstíð, nýtt upphaf. En eins og við öll vitum geta líka fylgt blendnar tilfinningar, kvíði og óvissa. Lífið á tímum heimsfaraldurs er erfitt fyrir unga sem aldna. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að skólastarf hefjist að nýju með sem eðlilegustum hætti en ljóst er að það verður frábrugðið, á öllum skólastigum. Við búum við nýjan veruleika sem taka þarf mið af. Hvernig geta foreldrar og aðrir uppalendur stutt nemendur? Hér á eftir fylgja nokkur ráð og vangaveltur. Í ljósi aðstæðna þurfa skólayfirvöld og stjórnvöld að vera sveigjanleg og reiðubúin til að aðlagast ef þörf krefur til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Þess vegna er mikilvægt að fyrir hendi séu áætlanir lagaðar að mismunandi aðstæðum. Foreldrar þurfa að vera í góðu sambandi við skólann og upplýstir um gang mála. Eru netföng og símanúmer örugglega rétt skráð hjá skólanum? Ertu í góðu sambandi við fulltrúa foreldra? T.d. í skólaráði, foreldrafélagi eða bekkjarfulltrúa? Mikilvægt er að allar upplýsingaleiðir séu greiðar þannig skilaboð komist fljótt og vel til skila. Eðlilegt er að margar spurningar vakni og hér eru dæmi um nokkrar sem gagnlegt gæti verið að spyrja í skólanum: Hvernig mun skólinn leitast við að tryggja öryggi nemenda? Hvernig verður stutt við andlega heilsu nemenda og unnið gegn fordómum gagnvart þeim sem veikjast af COVID-19? Hefur COVID-19 ástandið áhrif á öryggis- og eineltisáætlanir skólans? Eru myndir af öllu starfsfólki á heimasíðu þannig að foreldrar geti betur áttað sig á kennurum og starfsfólki? Til dæmis gæti barnið verið með nýjan kennara og þar sem foreldrar hafa ekki mátt vera viðstaddir skólasetningar er mikilvægt að vita deili á kennurum. Kennarinn má ekki bara vera netfang í huga foreldra. Hvernig verður félagslífi og viðburðum háttað? Hefur skólastjóri hugmyndir og áætlanir um starf foreldrafélaga við breyttar aðstæður? Mikilvægt er að halda foreldrastarfi gangandi, þó í breyttri mynd sé. Vert er að minna á að foreldrafélög eru lögbundin og skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hvernig get ég stutt við skólastarfið? Verum dugleg að minna börnin á einstaklingsbundnar sóttvarnir, handþvott og spritt auk þess að halda góðri fjarlægð þegar við á. Við gerum þetta saman og gott er að leggja áherslu á samtakamáttinn og samábyrgðina í umræðum um faraldurinn. Nemendur og kennarar hafa sýnt þrautseigju í erfiðum aðstæðum og vilja til að halda áfram að sinna náminu. En mörg börn munu þurfa á auka stuðningi að halda til að ná markmiðum sínum. Gera þarf ráð fyrir upprifjun og heimavinnu og líklegt er að margir skólar styðjist við blandaða kennslu, nám í skólastofu og fjarnám. Með því að skapa góðan ramma og rútínu í kringum skóla og heimavinnu má auðvelda nemendum að halda einbeitingu og finna fyrir öryggi. Hjá Heimili og skóla er hægt að nálgast veggspjald með góðum ráðum um heimanám og er það einnig aðgengilegt á heimasíðunni, heimiliogskoli.is. Aukin tölvu- og tækninotkun er fylgifiskur meiri einangrunar og hefur ýmsar jákvæðar hliðar en einnig getur reynst erfitt að halda henni í skefjum og átta sig á hvað börnin eru að gera í tækjunum. Gott er að setja tímaramma í kringum leikjaspilun og samskipti á netinu og hafa hann skýran og skynsamlegan, í samráði við börnin. Það skiptir máli hvað börnin eru að gera með tækjunum en ekki bara hve lengi og taka þarf mið af því. Þess vegna er gott fyrir foreldra að reyna að átta sig á hve mikill tími fer u.þ.b. í lærdóm, samskipti og leiki. Þegar kemur að því að hætta í leiknum/tækinu er vænlegt að minna börnin á að nú sé tíminn að verða búin um 15-20 mínútum áður en hann er uppurinn og svo 5 mínútum áður en hann klárast (eða eitthvað slíkt) frekar en að hrópa bara skyndilega, tíminn búinn! Undirbúningur og utanumhald skiptir hér máli og getur gert líf uppalandans talsvert auðveldara þegar kemur að því að halda utan um tækjanotkun barnanna. Margar spurningar vakna á óvissutímum og börn upplifa streitu öðruvísi en fullorðnir. Bregðumst jákvætt við spurningum og reynum að svara þeim eftir bestu getu eða leita svara. Sýnum stuðning í verki og látum barnið vita að það sé ekki einungis í lagi heldur eðlilegt að finna fyrir gremju eða kvíða á tímum sem þessum. Aðstoðum börnin við að halda sinni rútínu og munum að nám fer fram með margvíslegum hætti, t.d. með eldamennsku, lestri fyrir háttinn, leikjum o.fl. Mikilvægt er að hafa samband við kennara barnsins ef barnið á erfitt með námið, er að dragast aftur úr eða stendur frammi fyrir erfiðleikum í einkalífinu svo sem sorg, missi eða auknum kvíða til dæmis vegna faraldursins. Við þurfum að vera sérstaklega vakandi fyrir andlegri líðan á álagstímum. Verum hluti af skólasamfélaginu og ef við erum aflögufær á tíma og/eða annan stuðning reynum þá að hjálpa til með því að styðja við aðra nemendur og foreldra ef hægt er. Gott getur verið að virkja foreldrasamfélagið og vera í góðu sambandi við aðra foreldra í bekknum til dæmis á netinu og deila þar góðum ráðum og leita stuðnings. Mikilvægt er fyrir foreldra að huga líka að sjálfum sér svo þeir geti tekist á við þær áskoranir sem barnauppeldi hefur í för með sér, ekki síst á tímum heimsfaraldurs. Ekki vera feimin við að leita ykkur hjálpar eða stuðnings ef þörf krefur og gætið þess að huga vel að grunnþörfum eins og kostur er, s.s. svefni, hreyfingu, næringu og tengslum. Ómögulegt er að hella úr tómum bolla. Að lokum er gott að horfa á björtu hliðarnar. Er kannski tækifæri núna til að endurskoða forgangsröðunina? Er hægt að stokka upp skipulagið? Má mögulega bæta samspil vinnu og einkalífs? Gefast fleiri tækifæri til samveru með okkar nánustu? Í breytingum felast oft tækifæri. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar