Bíó og sjónvarp

Sér eftir því að hafa drukkið of mikið í beinni

Sylvía Hall skrifar
Drew Barrymore segist hafa drukkið of marga drykki í þættinum.
Drew Barrymore segist hafa drukkið of marga drykki í þættinum. Vísir/Getty

Leikkonan Drew Barrymore segir að hún hafi aldrei fyrirgefið sér það að hafa drukkið of mikið þegar hún var gestur í spjallþættinum Watch What Happens Live árið 2018. Þetta kom fram í myndbroti úr nýjum þáttum Barrymore The Drew Barrymore Show.

Í þættinum ræðir hún meðal annars við Andy Cohen, stjórnanda Watch What Happens Live. Þar rifjaði hún upp heimsókn sína í þáttinn og lofaði því að þetta myndi ekki gerast aftur.

„Þetta var í þættinum þínum, ég drakk of mikið og ég hef aldrei fyrirgefið mér það, og ég mun ekki fyrirgefa mér það,“ sagði Barrymore.

Hún segir það hafa kennt sér mikið að hafa verið í sviðsljósinu frá unga aldri. Hún hafi þurft að horfast í augu við það að hún væri ekki fullkomin og þyrfti því að gangast við mistökum sínum.

„Það var annað hvort að væla yfir því eða hugsa: Það er smá frelsandi að þurfa ekki að þykjast vera fullkomin,“ sagði Barrymore.

Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum sem Barrymore var gestur í.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.