Samherja„skýrslan“ er barnaleikur í samanburði við „endurskoðunarskýrsluna“ Sigurður L. Sævarsson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Skiljanlega eru forráðamenn Samherja ósáttir við að þriggja síðna skjal skuli kallað skýrsla til að gera ásakanir á hendur þeim trúverðugar. Sá útúrsnúningur er samt barnaleikur í samanburði við þá staðreynd að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu voru athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald iðnfyrirtækisins Sigurplasts kallaðar endurskoðunarskýrsla og dómur felldur á grundvelli þeirra og fleiri lyga. Endurskoðun framkvæma aðeins löggiltir endurskoðendur í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald fyrirtækis er ekki endurskoðun. Engu að síður komst Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sigurplasts upp með að kalla athugunina á bókhaldinu endurskoðunarskýrslu og sú lygi flaug alla leið inn í Mannréttindadómstól Evrópu. Eða erum við kannski vondu kallarnir? Við sem áttum meirihluta í Sigurplasti þegar Arion banki knúði fyrirtækið í gjaldþrot árið 2010, höfum ekki sama fjárhagslega styrk og Samherji til að berjast gegn óréttlætinu. Sjálfsagt fengi þetta mál meiri athygli ef svo væri. En svo getur líka vel verið að fjölmiðlamenn líti á okkur sem vondu kallana sem litla umfjöllun eða samúð eiga skilið, vegna þess að í umræddri niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) komu þrír blaðamenn við sögu. Forsaga málsins er sú að þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, þá blaðamenn á DV, voru dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði í umfjöllun um gjaldþrot Sigurplast. Þeir fullyrtu að stjórnarformaður fyrirtækisins sætti lögreglurannsókn, sem var ósatt. Þeir birtu fjölmargar athugasemdir úr athugun viðskiptafræðingsins á bókhaldinu og lugu því til að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, sem var ósatt. Lygaþvættingur lagður fyrir Mannréttindadómstólinn Þremenningarnir sættu sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar og fóru með málið til MDE. Þar sögðu þeir efnislega að þeir væru svo illa gefnir að þeir teldu að móttaka lögreglu á skýrslu frá skiptastjóra jafngilti lögreglurannsókn. Svo er auðvitað ekki og mætti halda að sæmilega viti bornir blaðamenn þekki þennan mun. Kæran til MDE var lögð fram á ensku. Í þýðingu þremenninganna var því logið að orðin yfir móttöku (skoðun) á kæru og lögreglurannsókn væru nánast þau sömu. Venjulegt fólk gæti ekki áttað sig á muninum. Einnig var margtuggið að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) á Sigurplasti hefði réttlætt hin harkalegu og ærumeiðandi ummæli. Á grundvelli þessara lyga komst MDE að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu ranglega verið dæmdir fyrir ærumeiðingar. Í dómnum er á mörgum stöðum vikið að því að „endurskoðunarskýrslan“ hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi sem hafi réttlætt hina harkalegu umfjöllun. Lögmaður og dómari úti á túni hjálpuðu til Það hjálpaði þremenningum í málinu fyrir MDE að lögmaður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við fölsku þýðinguna og hafði ekki fyrir því að kanna hvort fullyrðingar um endurskoðunarskýrslu væru réttmætar. Ekki bætti úr skák að Róbert Spanó, hinn íslenski dómari í MDE, svaf líka á verðinum. Það er nöturlegt til þess að vita að óprúttið fólk geti komist upp með blekkingar af þessu tagi fyrir æðsta dómstól Evrópu. Það er niðurlægjandi fyrir blaðamannastéttina að félagar úr þeirra hópi skuli haga sér með þessum hætti. Úr því að þeir víla ekki fyrir sér að ljúga að Mannréttindadómstólnum, hverju öðru ljúga þeir í fjölmiðli sínum – sem nú heitir Stundin. Að spila sig heimskan getur borgað sig En svo sannarlega borgaði sig fyrir þremenningana að spinna þennan lygavef. Vegna niðurstöðu MDE sóttu þeir um bætur úr ríkissjóði og fengu þær. Þann 23. febrúar 2018 greiddi ríkissjóður Inga Frey Vilhjálmssyni 1,5 milljónir króna í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað. Fyrir að spila sig heimskan. Þann 5. mars 2018 fengu Reynir Traustasonar og Jón Trausti Reynisson sömu greiðslur og Ingi Freyr. Einnig fyrir að spila sig heimska. Samtals fengu þremenningarnir 5,25 milljónir króna bótagreiðslur úr ríkissjóði. Það er svosem ágætt að kominn er verðmiði á æru og vitsmuni þessara manna, þó svo að sjálfsagt þyki flestum upphæðin nokkrum núllum of rausnarleg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Skiljanlega eru forráðamenn Samherja ósáttir við að þriggja síðna skjal skuli kallað skýrsla til að gera ásakanir á hendur þeim trúverðugar. Sá útúrsnúningur er samt barnaleikur í samanburði við þá staðreynd að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu voru athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald iðnfyrirtækisins Sigurplasts kallaðar endurskoðunarskýrsla og dómur felldur á grundvelli þeirra og fleiri lyga. Endurskoðun framkvæma aðeins löggiltir endurskoðendur í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald fyrirtækis er ekki endurskoðun. Engu að síður komst Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sigurplasts upp með að kalla athugunina á bókhaldinu endurskoðunarskýrslu og sú lygi flaug alla leið inn í Mannréttindadómstól Evrópu. Eða erum við kannski vondu kallarnir? Við sem áttum meirihluta í Sigurplasti þegar Arion banki knúði fyrirtækið í gjaldþrot árið 2010, höfum ekki sama fjárhagslega styrk og Samherji til að berjast gegn óréttlætinu. Sjálfsagt fengi þetta mál meiri athygli ef svo væri. En svo getur líka vel verið að fjölmiðlamenn líti á okkur sem vondu kallana sem litla umfjöllun eða samúð eiga skilið, vegna þess að í umræddri niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) komu þrír blaðamenn við sögu. Forsaga málsins er sú að þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, þá blaðamenn á DV, voru dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði í umfjöllun um gjaldþrot Sigurplast. Þeir fullyrtu að stjórnarformaður fyrirtækisins sætti lögreglurannsókn, sem var ósatt. Þeir birtu fjölmargar athugasemdir úr athugun viðskiptafræðingsins á bókhaldinu og lugu því til að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, sem var ósatt. Lygaþvættingur lagður fyrir Mannréttindadómstólinn Þremenningarnir sættu sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar og fóru með málið til MDE. Þar sögðu þeir efnislega að þeir væru svo illa gefnir að þeir teldu að móttaka lögreglu á skýrslu frá skiptastjóra jafngilti lögreglurannsókn. Svo er auðvitað ekki og mætti halda að sæmilega viti bornir blaðamenn þekki þennan mun. Kæran til MDE var lögð fram á ensku. Í þýðingu þremenninganna var því logið að orðin yfir móttöku (skoðun) á kæru og lögreglurannsókn væru nánast þau sömu. Venjulegt fólk gæti ekki áttað sig á muninum. Einnig var margtuggið að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) á Sigurplasti hefði réttlætt hin harkalegu og ærumeiðandi ummæli. Á grundvelli þessara lyga komst MDE að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu ranglega verið dæmdir fyrir ærumeiðingar. Í dómnum er á mörgum stöðum vikið að því að „endurskoðunarskýrslan“ hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi sem hafi réttlætt hina harkalegu umfjöllun. Lögmaður og dómari úti á túni hjálpuðu til Það hjálpaði þremenningum í málinu fyrir MDE að lögmaður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við fölsku þýðinguna og hafði ekki fyrir því að kanna hvort fullyrðingar um endurskoðunarskýrslu væru réttmætar. Ekki bætti úr skák að Róbert Spanó, hinn íslenski dómari í MDE, svaf líka á verðinum. Það er nöturlegt til þess að vita að óprúttið fólk geti komist upp með blekkingar af þessu tagi fyrir æðsta dómstól Evrópu. Það er niðurlægjandi fyrir blaðamannastéttina að félagar úr þeirra hópi skuli haga sér með þessum hætti. Úr því að þeir víla ekki fyrir sér að ljúga að Mannréttindadómstólnum, hverju öðru ljúga þeir í fjölmiðli sínum – sem nú heitir Stundin. Að spila sig heimskan getur borgað sig En svo sannarlega borgaði sig fyrir þremenningana að spinna þennan lygavef. Vegna niðurstöðu MDE sóttu þeir um bætur úr ríkissjóði og fengu þær. Þann 23. febrúar 2018 greiddi ríkissjóður Inga Frey Vilhjálmssyni 1,5 milljónir króna í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað. Fyrir að spila sig heimskan. Þann 5. mars 2018 fengu Reynir Traustasonar og Jón Trausti Reynisson sömu greiðslur og Ingi Freyr. Einnig fyrir að spila sig heimska. Samtals fengu þremenningarnir 5,25 milljónir króna bótagreiðslur úr ríkissjóði. Það er svosem ágætt að kominn er verðmiði á æru og vitsmuni þessara manna, þó svo að sjálfsagt þyki flestum upphæðin nokkrum núllum of rausnarleg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar