Samherja„skýrslan“ er barnaleikur í samanburði við „endurskoðunarskýrsluna“ Sigurður L. Sævarsson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Skiljanlega eru forráðamenn Samherja ósáttir við að þriggja síðna skjal skuli kallað skýrsla til að gera ásakanir á hendur þeim trúverðugar. Sá útúrsnúningur er samt barnaleikur í samanburði við þá staðreynd að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu voru athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald iðnfyrirtækisins Sigurplasts kallaðar endurskoðunarskýrsla og dómur felldur á grundvelli þeirra og fleiri lyga. Endurskoðun framkvæma aðeins löggiltir endurskoðendur í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald fyrirtækis er ekki endurskoðun. Engu að síður komst Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sigurplasts upp með að kalla athugunina á bókhaldinu endurskoðunarskýrslu og sú lygi flaug alla leið inn í Mannréttindadómstól Evrópu. Eða erum við kannski vondu kallarnir? Við sem áttum meirihluta í Sigurplasti þegar Arion banki knúði fyrirtækið í gjaldþrot árið 2010, höfum ekki sama fjárhagslega styrk og Samherji til að berjast gegn óréttlætinu. Sjálfsagt fengi þetta mál meiri athygli ef svo væri. En svo getur líka vel verið að fjölmiðlamenn líti á okkur sem vondu kallana sem litla umfjöllun eða samúð eiga skilið, vegna þess að í umræddri niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) komu þrír blaðamenn við sögu. Forsaga málsins er sú að þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, þá blaðamenn á DV, voru dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði í umfjöllun um gjaldþrot Sigurplast. Þeir fullyrtu að stjórnarformaður fyrirtækisins sætti lögreglurannsókn, sem var ósatt. Þeir birtu fjölmargar athugasemdir úr athugun viðskiptafræðingsins á bókhaldinu og lugu því til að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, sem var ósatt. Lygaþvættingur lagður fyrir Mannréttindadómstólinn Þremenningarnir sættu sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar og fóru með málið til MDE. Þar sögðu þeir efnislega að þeir væru svo illa gefnir að þeir teldu að móttaka lögreglu á skýrslu frá skiptastjóra jafngilti lögreglurannsókn. Svo er auðvitað ekki og mætti halda að sæmilega viti bornir blaðamenn þekki þennan mun. Kæran til MDE var lögð fram á ensku. Í þýðingu þremenninganna var því logið að orðin yfir móttöku (skoðun) á kæru og lögreglurannsókn væru nánast þau sömu. Venjulegt fólk gæti ekki áttað sig á muninum. Einnig var margtuggið að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) á Sigurplasti hefði réttlætt hin harkalegu og ærumeiðandi ummæli. Á grundvelli þessara lyga komst MDE að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu ranglega verið dæmdir fyrir ærumeiðingar. Í dómnum er á mörgum stöðum vikið að því að „endurskoðunarskýrslan“ hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi sem hafi réttlætt hina harkalegu umfjöllun. Lögmaður og dómari úti á túni hjálpuðu til Það hjálpaði þremenningum í málinu fyrir MDE að lögmaður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við fölsku þýðinguna og hafði ekki fyrir því að kanna hvort fullyrðingar um endurskoðunarskýrslu væru réttmætar. Ekki bætti úr skák að Róbert Spanó, hinn íslenski dómari í MDE, svaf líka á verðinum. Það er nöturlegt til þess að vita að óprúttið fólk geti komist upp með blekkingar af þessu tagi fyrir æðsta dómstól Evrópu. Það er niðurlægjandi fyrir blaðamannastéttina að félagar úr þeirra hópi skuli haga sér með þessum hætti. Úr því að þeir víla ekki fyrir sér að ljúga að Mannréttindadómstólnum, hverju öðru ljúga þeir í fjölmiðli sínum – sem nú heitir Stundin. Að spila sig heimskan getur borgað sig En svo sannarlega borgaði sig fyrir þremenningana að spinna þennan lygavef. Vegna niðurstöðu MDE sóttu þeir um bætur úr ríkissjóði og fengu þær. Þann 23. febrúar 2018 greiddi ríkissjóður Inga Frey Vilhjálmssyni 1,5 milljónir króna í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað. Fyrir að spila sig heimskan. Þann 5. mars 2018 fengu Reynir Traustasonar og Jón Trausti Reynisson sömu greiðslur og Ingi Freyr. Einnig fyrir að spila sig heimska. Samtals fengu þremenningarnir 5,25 milljónir króna bótagreiðslur úr ríkissjóði. Það er svosem ágætt að kominn er verðmiði á æru og vitsmuni þessara manna, þó svo að sjálfsagt þyki flestum upphæðin nokkrum núllum of rausnarleg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Skiljanlega eru forráðamenn Samherja ósáttir við að þriggja síðna skjal skuli kallað skýrsla til að gera ásakanir á hendur þeim trúverðugar. Sá útúrsnúningur er samt barnaleikur í samanburði við þá staðreynd að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu voru athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald iðnfyrirtækisins Sigurplasts kallaðar endurskoðunarskýrsla og dómur felldur á grundvelli þeirra og fleiri lyga. Endurskoðun framkvæma aðeins löggiltir endurskoðendur í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald fyrirtækis er ekki endurskoðun. Engu að síður komst Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sigurplasts upp með að kalla athugunina á bókhaldinu endurskoðunarskýrslu og sú lygi flaug alla leið inn í Mannréttindadómstól Evrópu. Eða erum við kannski vondu kallarnir? Við sem áttum meirihluta í Sigurplasti þegar Arion banki knúði fyrirtækið í gjaldþrot árið 2010, höfum ekki sama fjárhagslega styrk og Samherji til að berjast gegn óréttlætinu. Sjálfsagt fengi þetta mál meiri athygli ef svo væri. En svo getur líka vel verið að fjölmiðlamenn líti á okkur sem vondu kallana sem litla umfjöllun eða samúð eiga skilið, vegna þess að í umræddri niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) komu þrír blaðamenn við sögu. Forsaga málsins er sú að þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, þá blaðamenn á DV, voru dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði í umfjöllun um gjaldþrot Sigurplast. Þeir fullyrtu að stjórnarformaður fyrirtækisins sætti lögreglurannsókn, sem var ósatt. Þeir birtu fjölmargar athugasemdir úr athugun viðskiptafræðingsins á bókhaldinu og lugu því til að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, sem var ósatt. Lygaþvættingur lagður fyrir Mannréttindadómstólinn Þremenningarnir sættu sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar og fóru með málið til MDE. Þar sögðu þeir efnislega að þeir væru svo illa gefnir að þeir teldu að móttaka lögreglu á skýrslu frá skiptastjóra jafngilti lögreglurannsókn. Svo er auðvitað ekki og mætti halda að sæmilega viti bornir blaðamenn þekki þennan mun. Kæran til MDE var lögð fram á ensku. Í þýðingu þremenninganna var því logið að orðin yfir móttöku (skoðun) á kæru og lögreglurannsókn væru nánast þau sömu. Venjulegt fólk gæti ekki áttað sig á muninum. Einnig var margtuggið að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) á Sigurplasti hefði réttlætt hin harkalegu og ærumeiðandi ummæli. Á grundvelli þessara lyga komst MDE að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu ranglega verið dæmdir fyrir ærumeiðingar. Í dómnum er á mörgum stöðum vikið að því að „endurskoðunarskýrslan“ hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi sem hafi réttlætt hina harkalegu umfjöllun. Lögmaður og dómari úti á túni hjálpuðu til Það hjálpaði þremenningum í málinu fyrir MDE að lögmaður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við fölsku þýðinguna og hafði ekki fyrir því að kanna hvort fullyrðingar um endurskoðunarskýrslu væru réttmætar. Ekki bætti úr skák að Róbert Spanó, hinn íslenski dómari í MDE, svaf líka á verðinum. Það er nöturlegt til þess að vita að óprúttið fólk geti komist upp með blekkingar af þessu tagi fyrir æðsta dómstól Evrópu. Það er niðurlægjandi fyrir blaðamannastéttina að félagar úr þeirra hópi skuli haga sér með þessum hætti. Úr því að þeir víla ekki fyrir sér að ljúga að Mannréttindadómstólnum, hverju öðru ljúga þeir í fjölmiðli sínum – sem nú heitir Stundin. Að spila sig heimskan getur borgað sig En svo sannarlega borgaði sig fyrir þremenningana að spinna þennan lygavef. Vegna niðurstöðu MDE sóttu þeir um bætur úr ríkissjóði og fengu þær. Þann 23. febrúar 2018 greiddi ríkissjóður Inga Frey Vilhjálmssyni 1,5 milljónir króna í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað. Fyrir að spila sig heimskan. Þann 5. mars 2018 fengu Reynir Traustasonar og Jón Trausti Reynisson sömu greiðslur og Ingi Freyr. Einnig fyrir að spila sig heimska. Samtals fengu þremenningarnir 5,25 milljónir króna bótagreiðslur úr ríkissjóði. Það er svosem ágætt að kominn er verðmiði á æru og vitsmuni þessara manna, þó svo að sjálfsagt þyki flestum upphæðin nokkrum núllum of rausnarleg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar