Samherja„skýrslan“ er barnaleikur í samanburði við „endurskoðunarskýrsluna“ Sigurður L. Sævarsson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Skiljanlega eru forráðamenn Samherja ósáttir við að þriggja síðna skjal skuli kallað skýrsla til að gera ásakanir á hendur þeim trúverðugar. Sá útúrsnúningur er samt barnaleikur í samanburði við þá staðreynd að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu voru athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald iðnfyrirtækisins Sigurplasts kallaðar endurskoðunarskýrsla og dómur felldur á grundvelli þeirra og fleiri lyga. Endurskoðun framkvæma aðeins löggiltir endurskoðendur í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald fyrirtækis er ekki endurskoðun. Engu að síður komst Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sigurplasts upp með að kalla athugunina á bókhaldinu endurskoðunarskýrslu og sú lygi flaug alla leið inn í Mannréttindadómstól Evrópu. Eða erum við kannski vondu kallarnir? Við sem áttum meirihluta í Sigurplasti þegar Arion banki knúði fyrirtækið í gjaldþrot árið 2010, höfum ekki sama fjárhagslega styrk og Samherji til að berjast gegn óréttlætinu. Sjálfsagt fengi þetta mál meiri athygli ef svo væri. En svo getur líka vel verið að fjölmiðlamenn líti á okkur sem vondu kallana sem litla umfjöllun eða samúð eiga skilið, vegna þess að í umræddri niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) komu þrír blaðamenn við sögu. Forsaga málsins er sú að þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, þá blaðamenn á DV, voru dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði í umfjöllun um gjaldþrot Sigurplast. Þeir fullyrtu að stjórnarformaður fyrirtækisins sætti lögreglurannsókn, sem var ósatt. Þeir birtu fjölmargar athugasemdir úr athugun viðskiptafræðingsins á bókhaldinu og lugu því til að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, sem var ósatt. Lygaþvættingur lagður fyrir Mannréttindadómstólinn Þremenningarnir sættu sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar og fóru með málið til MDE. Þar sögðu þeir efnislega að þeir væru svo illa gefnir að þeir teldu að móttaka lögreglu á skýrslu frá skiptastjóra jafngilti lögreglurannsókn. Svo er auðvitað ekki og mætti halda að sæmilega viti bornir blaðamenn þekki þennan mun. Kæran til MDE var lögð fram á ensku. Í þýðingu þremenninganna var því logið að orðin yfir móttöku (skoðun) á kæru og lögreglurannsókn væru nánast þau sömu. Venjulegt fólk gæti ekki áttað sig á muninum. Einnig var margtuggið að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) á Sigurplasti hefði réttlætt hin harkalegu og ærumeiðandi ummæli. Á grundvelli þessara lyga komst MDE að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu ranglega verið dæmdir fyrir ærumeiðingar. Í dómnum er á mörgum stöðum vikið að því að „endurskoðunarskýrslan“ hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi sem hafi réttlætt hina harkalegu umfjöllun. Lögmaður og dómari úti á túni hjálpuðu til Það hjálpaði þremenningum í málinu fyrir MDE að lögmaður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við fölsku þýðinguna og hafði ekki fyrir því að kanna hvort fullyrðingar um endurskoðunarskýrslu væru réttmætar. Ekki bætti úr skák að Róbert Spanó, hinn íslenski dómari í MDE, svaf líka á verðinum. Það er nöturlegt til þess að vita að óprúttið fólk geti komist upp með blekkingar af þessu tagi fyrir æðsta dómstól Evrópu. Það er niðurlægjandi fyrir blaðamannastéttina að félagar úr þeirra hópi skuli haga sér með þessum hætti. Úr því að þeir víla ekki fyrir sér að ljúga að Mannréttindadómstólnum, hverju öðru ljúga þeir í fjölmiðli sínum – sem nú heitir Stundin. Að spila sig heimskan getur borgað sig En svo sannarlega borgaði sig fyrir þremenningana að spinna þennan lygavef. Vegna niðurstöðu MDE sóttu þeir um bætur úr ríkissjóði og fengu þær. Þann 23. febrúar 2018 greiddi ríkissjóður Inga Frey Vilhjálmssyni 1,5 milljónir króna í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað. Fyrir að spila sig heimskan. Þann 5. mars 2018 fengu Reynir Traustasonar og Jón Trausti Reynisson sömu greiðslur og Ingi Freyr. Einnig fyrir að spila sig heimska. Samtals fengu þremenningarnir 5,25 milljónir króna bótagreiðslur úr ríkissjóði. Það er svosem ágætt að kominn er verðmiði á æru og vitsmuni þessara manna, þó svo að sjálfsagt þyki flestum upphæðin nokkrum núllum of rausnarleg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Skiljanlega eru forráðamenn Samherja ósáttir við að þriggja síðna skjal skuli kallað skýrsla til að gera ásakanir á hendur þeim trúverðugar. Sá útúrsnúningur er samt barnaleikur í samanburði við þá staðreynd að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu voru athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald iðnfyrirtækisins Sigurplasts kallaðar endurskoðunarskýrsla og dómur felldur á grundvelli þeirra og fleiri lyga. Endurskoðun framkvæma aðeins löggiltir endurskoðendur í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Athugasemdir viðskiptafræðings við bókhald fyrirtækis er ekki endurskoðun. Engu að síður komst Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Sigurplasts upp með að kalla athugunina á bókhaldinu endurskoðunarskýrslu og sú lygi flaug alla leið inn í Mannréttindadómstól Evrópu. Eða erum við kannski vondu kallarnir? Við sem áttum meirihluta í Sigurplasti þegar Arion banki knúði fyrirtækið í gjaldþrot árið 2010, höfum ekki sama fjárhagslega styrk og Samherji til að berjast gegn óréttlætinu. Sjálfsagt fengi þetta mál meiri athygli ef svo væri. En svo getur líka vel verið að fjölmiðlamenn líti á okkur sem vondu kallana sem litla umfjöllun eða samúð eiga skilið, vegna þess að í umræddri niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) komu þrír blaðamenn við sögu. Forsaga málsins er sú að þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhjálmsson, þá blaðamenn á DV, voru dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði í umfjöllun um gjaldþrot Sigurplast. Þeir fullyrtu að stjórnarformaður fyrirtækisins sætti lögreglurannsókn, sem var ósatt. Þeir birtu fjölmargar athugasemdir úr athugun viðskiptafræðingsins á bókhaldinu og lugu því til að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, sem var ósatt. Lygaþvættingur lagður fyrir Mannréttindadómstólinn Þremenningarnir sættu sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar og fóru með málið til MDE. Þar sögðu þeir efnislega að þeir væru svo illa gefnir að þeir teldu að móttaka lögreglu á skýrslu frá skiptastjóra jafngilti lögreglurannsókn. Svo er auðvitað ekki og mætti halda að sæmilega viti bornir blaðamenn þekki þennan mun. Kæran til MDE var lögð fram á ensku. Í þýðingu þremenninganna var því logið að orðin yfir móttöku (skoðun) á kæru og lögreglurannsókn væru nánast þau sömu. Venjulegt fólk gæti ekki áttað sig á muninum. Einnig var margtuggið að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) á Sigurplasti hefði réttlætt hin harkalegu og ærumeiðandi ummæli. Á grundvelli þessara lyga komst MDE að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu ranglega verið dæmdir fyrir ærumeiðingar. Í dómnum er á mörgum stöðum vikið að því að „endurskoðunarskýrslan“ hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi sem hafi réttlætt hina harkalegu umfjöllun. Lögmaður og dómari úti á túni hjálpuðu til Það hjálpaði þremenningum í málinu fyrir MDE að lögmaður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við fölsku þýðinguna og hafði ekki fyrir því að kanna hvort fullyrðingar um endurskoðunarskýrslu væru réttmætar. Ekki bætti úr skák að Róbert Spanó, hinn íslenski dómari í MDE, svaf líka á verðinum. Það er nöturlegt til þess að vita að óprúttið fólk geti komist upp með blekkingar af þessu tagi fyrir æðsta dómstól Evrópu. Það er niðurlægjandi fyrir blaðamannastéttina að félagar úr þeirra hópi skuli haga sér með þessum hætti. Úr því að þeir víla ekki fyrir sér að ljúga að Mannréttindadómstólnum, hverju öðru ljúga þeir í fjölmiðli sínum – sem nú heitir Stundin. Að spila sig heimskan getur borgað sig En svo sannarlega borgaði sig fyrir þremenningana að spinna þennan lygavef. Vegna niðurstöðu MDE sóttu þeir um bætur úr ríkissjóði og fengu þær. Þann 23. febrúar 2018 greiddi ríkissjóður Inga Frey Vilhjálmssyni 1,5 milljónir króna í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað. Fyrir að spila sig heimskan. Þann 5. mars 2018 fengu Reynir Traustasonar og Jón Trausti Reynisson sömu greiðslur og Ingi Freyr. Einnig fyrir að spila sig heimska. Samtals fengu þremenningarnir 5,25 milljónir króna bótagreiðslur úr ríkissjóði. Það er svosem ágætt að kominn er verðmiði á æru og vitsmuni þessara manna, þó svo að sjálfsagt þyki flestum upphæðin nokkrum núllum of rausnarleg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun