Handbolti

Japanskur leikmaður til Gróttu

Sindri Sverrisson skrifar
Satoru Goto er mættur á Seltjarnarnesið.
Satoru Goto er mættur á Seltjarnarnesið. mynd/@grottahandbolti

Nýliðar Gróttu í Olís-deild karla í handbolta hafa fengið til sín japanska hornamanninn Satoru Goto frá Þýskalandi.

Goto er 24 ára gamall hægri hornamaður sem verður hjá Gróttu að láni frá japanska liðinu Wakunaga. Hann var hins vegar í Þýskalandi á síðustu leiktíð þar sem hann lék með B-liði Rhein-Neckar Löwen.

Goto kom til Íslands um verslunarmannahelgina og er því byrjaður að æfa með Gróttu. Fyrsti leikur liðsins á nýrri leiktíð í Olís-deildinni verður gegn Haukum 10. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×