Skrásetningargjöld - útilokun öryrkja? Lilja Guðmundsdóttir og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir skrifar 10. mars 2020 05:45 Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun