Skrásetningargjöld - útilokun öryrkja? Lilja Guðmundsdóttir og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir skrifar 10. mars 2020 05:45 Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar