Skrásetningargjöld - útilokun öryrkja? Lilja Guðmundsdóttir og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir skrifar 10. mars 2020 05:45 Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun