Nýr samningur mun brúa bilið milli liða í Formúlu 1 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 23:00 Nýr samningur Formúlu 1 á að sjá til þess að Lewis Hamilton og Max Verstappen hafi ekki jafn mikið forskot á keppinauta sína og raun ber vitni. Albert Gea/Getty Images Öll tíu liðin sem keppa í Formúlu 1 kappakstrinum hafa skrifað undir áttunda Concorde-samninginn. Snýr sá samningur að því hvernig tekjum sem koma inn er skipt niður á liðin sem keppa í Formúlu 1. Samningurinn er kenndur við Concorde-torgið í París þar sem FIA, Alþjóðaaksturs-íþróttasambandið, er staðsett. Var fyrsti samningurinn undirritaður árið 1981 og verið uppfærður reglulega síðan. Sá sem er í gildi nú hefur verið frá árinu 2013 og því kominn tími á breytingar. Bernie Ecclestone, sem átti sýningarréttinn á Formúlunni þangað til 2017, var talinn gefa Mercedes, Ferrari og Red Bull full mikið af því sem kom inn í kassann. Nú mun fjármagnið dreifast betur á liðin tíu. Það tók sinn tíma fyrir áðurnefnd þrjú lið að samþykkja samninginn en talið er að hann komi verst niður á Mercedes sem hefur verið í sérflokki undanfarin ár. Lewis Hamilton, ökurmaður Mercedes, hefur einnig verið í sérflokki en hann stefnir hraðbyr á að vera sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi. A remarkable journey that got off to a sensational start Relive @LewisHamilton's incredible rise #F1 @Aramco https://t.co/0kN2JLWkNW— Formula 1 (@F1) August 20, 2020 Chase Carey - framkvæmdastjóriu Formúlu 1 samsteypunnar segir samkvæmt frétt Financial Times að nýi samningurinn muni skapa sanngjarnara umhverfi sem og brúa bilið sem er á milli liðanna tíu. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Öll tíu liðin sem keppa í Formúlu 1 kappakstrinum hafa skrifað undir áttunda Concorde-samninginn. Snýr sá samningur að því hvernig tekjum sem koma inn er skipt niður á liðin sem keppa í Formúlu 1. Samningurinn er kenndur við Concorde-torgið í París þar sem FIA, Alþjóðaaksturs-íþróttasambandið, er staðsett. Var fyrsti samningurinn undirritaður árið 1981 og verið uppfærður reglulega síðan. Sá sem er í gildi nú hefur verið frá árinu 2013 og því kominn tími á breytingar. Bernie Ecclestone, sem átti sýningarréttinn á Formúlunni þangað til 2017, var talinn gefa Mercedes, Ferrari og Red Bull full mikið af því sem kom inn í kassann. Nú mun fjármagnið dreifast betur á liðin tíu. Það tók sinn tíma fyrir áðurnefnd þrjú lið að samþykkja samninginn en talið er að hann komi verst niður á Mercedes sem hefur verið í sérflokki undanfarin ár. Lewis Hamilton, ökurmaður Mercedes, hefur einnig verið í sérflokki en hann stefnir hraðbyr á að vera sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi. A remarkable journey that got off to a sensational start Relive @LewisHamilton's incredible rise #F1 @Aramco https://t.co/0kN2JLWkNW— Formula 1 (@F1) August 20, 2020 Chase Carey - framkvæmdastjóriu Formúlu 1 samsteypunnar segir samkvæmt frétt Financial Times að nýi samningurinn muni skapa sanngjarnara umhverfi sem og brúa bilið sem er á milli liðanna tíu.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira