Golf

Valdís Þóra í góðum málum í Ástralíu | Guðrún Brá átti erfitt uppdráttar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valdís Þóra lék vel á fyrsta hring í Ástralíu.
Valdís Þóra lék vel á fyrsta hring í Ástralíu. Vísir/Getty

Kylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hófu leik á Women´s NSW Open mótinu í nótt en mótið fer fram á Dubbo golfvellinum í Ástralíu. Þó leikið sé í Ástralíu er mótið hluti af Evrópumótaröð kvenna.Valdís Þóra hóf daginn þó frekar illa og var tveimur höggum yfir pari þegar fimm holum var lokið. Hún fór svo 8. og 9. holu vallarins báðar á fugli og náði þar með að koma sér á par. Lauk hún svo fyrsta hring á endanum á pari vallarins eða á samtals 72 höggum.Er Valdís sem stendur í 21. sæti, fimm höggum á eftir Michele Thomson sem leiðir mótið.Guðrún Brá hóf mótið einkar illa og fékk fimm skolla á fyrstu níu holum sínum. Henni gekk aðeins betur á seinni hluta fyrsta hrings en þessir fimm skollar sáu til þess að hún lauk hringnum á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari vallarsins. Hún er sem stendur í 102. sæti mótsins og því ólíklegt að hún komist í gegnum niðurskurð.Kylfingur.is greindi frá.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.