Fylgjumst náið með innleiðingu stefnunnar Heimsljós kynnir 3. mars 2020 10:00 Alþjóðabankinn/ Natalia Cieslik Að óbreyttu verða íbúar stríðshrjáðra ríkja tveir af hverjum þremur sárafátækum eftir tíu ár, segir í nýrri stefnu Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi. Að mati bankans nást heimsmarkmiðin ekki fyrir lok ársins 2030 nema því aðeins að skjótt verði gripið til umfangsmikilla aðgerða gagnvart þessum vanda. Í skýrslunni er bent á þá staðreynd að því sem næst tvöfalt fleiri búa nú á eða í grennd við átakasvæði borið saman við árið 2007. Tvennt einkennir búsetu flestra þeirra jarðarbúa sem búa í sárafátækt, segir í skýrslunni. Þeir búa ýmist í löndum í sunnanverðri Afríku eða í löndum sem eiga í vopnuðum átökum. Um er að ræða alls 43 lönd. Til þess að binda enda á sárafátækt og stuðla að aukinni hagsæld og velmegun fyrir þá fátækustu, í samræmi við heimsmarkmiðin, þarf að mati bankans að ráðast í samræmdar aðgerðir gegn óstöðugleika og átökum.Skýrsla Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi er að sögn bankans svar við alþjóðlegu ákalli um aðgerðir. Á vegum hans hefur verið unnið að stefnumótun á þessum sviðum á síðustu misserum með víðtæku samráði við aðildarríki bankans, alþjóðleg og innlend félagasamtök og fulltrúa einkageirans. Fulltrúar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem saman mynda kjördæmi og deila sæti í stjórn Alþjóðabankans, hafa tekið virkan þátt í mótun stefnunnar. Ísland leiðir sem kunnugt er starf kjördæmisins um þessar mundir. Að sögn Geirs H. Haarde, fulltrúa kjördæmisins í stjórn bankans, er baráttan gegn óstöðugleika, átökum og ofbeldi eitt af helstu áherslumálum kjördæmisins. „Við styðjum við stefnumótun bankans og munum fylgjast náið með innleiðingu stefnunnar,“ segir hann. Kjördæmið beitti sér meðal annars fyrir því að stefnan legði aukna áherslu á jafnrétti kynjanna í friðar- og uppbyggingarstarfi, ásamt því að koma í veg fyrir átök og áhrif loftslagsbreytinga, gildi mannréttinda og mikilvægi samstarfs við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök á átakasvæðum. Markmið stefnunnar er að auka skilvirkni bankans og gera hann betur í stakk búinn til að til að styðja þjóðir sem takast á við orsakir og áhrif óstöðugleika, átaka og ofbeldis, ásamt því að styðja við þjóðir í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga, sérstaklega hjá viðkvæmustu og mest jaðarsettu hópunum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent
Að óbreyttu verða íbúar stríðshrjáðra ríkja tveir af hverjum þremur sárafátækum eftir tíu ár, segir í nýrri stefnu Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi. Að mati bankans nást heimsmarkmiðin ekki fyrir lok ársins 2030 nema því aðeins að skjótt verði gripið til umfangsmikilla aðgerða gagnvart þessum vanda. Í skýrslunni er bent á þá staðreynd að því sem næst tvöfalt fleiri búa nú á eða í grennd við átakasvæði borið saman við árið 2007. Tvennt einkennir búsetu flestra þeirra jarðarbúa sem búa í sárafátækt, segir í skýrslunni. Þeir búa ýmist í löndum í sunnanverðri Afríku eða í löndum sem eiga í vopnuðum átökum. Um er að ræða alls 43 lönd. Til þess að binda enda á sárafátækt og stuðla að aukinni hagsæld og velmegun fyrir þá fátækustu, í samræmi við heimsmarkmiðin, þarf að mati bankans að ráðast í samræmdar aðgerðir gegn óstöðugleika og átökum.Skýrsla Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi er að sögn bankans svar við alþjóðlegu ákalli um aðgerðir. Á vegum hans hefur verið unnið að stefnumótun á þessum sviðum á síðustu misserum með víðtæku samráði við aðildarríki bankans, alþjóðleg og innlend félagasamtök og fulltrúa einkageirans. Fulltrúar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem saman mynda kjördæmi og deila sæti í stjórn Alþjóðabankans, hafa tekið virkan þátt í mótun stefnunnar. Ísland leiðir sem kunnugt er starf kjördæmisins um þessar mundir. Að sögn Geirs H. Haarde, fulltrúa kjördæmisins í stjórn bankans, er baráttan gegn óstöðugleika, átökum og ofbeldi eitt af helstu áherslumálum kjördæmisins. „Við styðjum við stefnumótun bankans og munum fylgjast náið með innleiðingu stefnunnar,“ segir hann. Kjördæmið beitti sér meðal annars fyrir því að stefnan legði aukna áherslu á jafnrétti kynjanna í friðar- og uppbyggingarstarfi, ásamt því að koma í veg fyrir átök og áhrif loftslagsbreytinga, gildi mannréttinda og mikilvægi samstarfs við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök á átakasvæðum. Markmið stefnunnar er að auka skilvirkni bankans og gera hann betur í stakk búinn til að til að styðja þjóðir sem takast á við orsakir og áhrif óstöðugleika, átaka og ofbeldis, ásamt því að styðja við þjóðir í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga, sérstaklega hjá viðkvæmustu og mest jaðarsettu hópunum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent