Covid-19 og afleiðingar Vilhelm Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:00 Á sama tíma og landlæknisembættið málar sig skrautfjöðrum þessa dagana í fjölmiðlum eftir að hafa vaknað af Þyrnirósarsvefni er þeim tíðrætt um hversu mikilli festu þeir telja sig hafa náð við að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar, þó svo að ferðamenn streymi til landsins eftirlitslítið frá sýktum löndum. Framangreindu ástandi má helst líkja við öflugt slökkvilið, sem tækist aldrei að afstýra eldsvoða fengju brennuvargar að kveikja eld að vild eða viðhafa dómgreindarleysi. Það þarf ekki að spóla marga fréttatíma aftur frá síðasta mánuði eða vafra um á vefmiðlum til að átta sig á hversu handahófskennt verklag heilbrigðisyfirvalda er og hversu óábyrgt háttalag þau hafa viðhaft með sóttvarnalækni í fararbroddi. Það er löngu orðið tímabært að takast á við COVID 19 af meiri þunga og yfirvegun ekki síst við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eigi að afstýra gósentíð útfarastofa. Þó svo að framlína sóttvarna og þeirra sem skreyta sig gyltum borðum og medalíum geti þessa dagana tilkynnt um hversu fólk hafi það gott í sóttkví og sýktir séu lítið veikir, er ekki óvarlegt að íhuga að fréttaflutningur geti orðið með öðrum og dapurlegri hætti. Lítið kemur frá landlæknisembættinu til forvarnar þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru veilir fyrir, þó svo að sleifarlegt verklag hafi aftur og aftur komið fram á vefmiðlum. Vandséð er að sóttkví í hjarta borgarinnar sé vænlegur kostur þeirra sem þurfa að takast á við að vera lokaðir af í óhentugu húsnæði og takast á við sóttkví og einangrun, ásamt því að hafa ekkert við að vera. Tæplega er það mjög traustvekjandi að einmana og illa áttaður ferðamaður, eða hver svo sem á í hlut sem þarf að takast á við sóttkví ásamt ferðafrelsi, ráfi um miðborgina sér til dægrastyttingar. Það hefði verið mun eðlilegra að rýma fangelsið á Hólmsheiði, og nýta það sem sóttkví, þar sem er góð sjúkraaðstaða og afgirt svæði innan- sem utandyra, í ljósi þess hversu alvarlegt ástand (sjálfskaparvíti) er að skapast. Stundum þarf að taka meiri hagsmuni fram yfir minni þegar mikið liggur við, í það minnsta stafar þjóðinni meiri hætta af COVID-19 en þeim sem dvelja á Hólmsheiðinni. Þar að auki er óforsvaranlegt að þeir sem eru að sitja af sér minniháttar brot séu hafðir í rammgirtu fangelsi eins og um harðsvíraða glæpamenn sé að ræða, og hafa þar að auki ekkert uppbyggilegra við að vera en að bryðja geðlyf. Þó svo að um huglægt mat sé að ræða mælir nánast allt með því að staðsetning á góðri sóttvarnaraðstöðu væri betur fyrir komið á Hólmsheiðinni, ekki síst ef embættiskerfinu tekst enn og aftur að sýna hversu óábyrgt heilbrigðiskerfið er, og flest bendir til að svo sé. Öryggi starfsmanna og sjúklinga yrði væntanlega í alla staði margfalt betra og árangursríkara. Einnig hefði mátt koma upp gámabúðum eftir þörfum á afgirtu svæði og nýta síðar með öðrum hætti. Landlæknisembættið með heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur ítrekað drullað upp á bak og má helst ætla að eina sem þau kunni sé smáskammtalækningar, yfirklór og yfirhylmingar. Kastljósþættir undangenginna ára gefa því góðan vitnisburð að um svívirðilegan kattarþvott og rykfallnar skúffur sé að ræða. Tæplega er drulluholan við Hringbraut heilbrigðisráðherra til framdráttar, einnig ætti ráðherra að íhuga að fleiri gætu þurft að komast í öndunarvélar en eru fyrir hendi ef illa fer. Sóttvarnarlæknir ætti einnig að íhuga tilsvör sín og gerðir undanfarnar vikur ásamt stöðu sína. Vilji ríkisstjórnarflokkarnir að störf þeirra verði metin að verðleikum en hingað til, ætti flokksforustan að einbeita sér að því að láta af innantómum loforðum, sem einkennast af kosningafnyk og rústabjörgun, og fara að vinna vinnuna sína. Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og landlæknisembættið málar sig skrautfjöðrum þessa dagana í fjölmiðlum eftir að hafa vaknað af Þyrnirósarsvefni er þeim tíðrætt um hversu mikilli festu þeir telja sig hafa náð við að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar, þó svo að ferðamenn streymi til landsins eftirlitslítið frá sýktum löndum. Framangreindu ástandi má helst líkja við öflugt slökkvilið, sem tækist aldrei að afstýra eldsvoða fengju brennuvargar að kveikja eld að vild eða viðhafa dómgreindarleysi. Það þarf ekki að spóla marga fréttatíma aftur frá síðasta mánuði eða vafra um á vefmiðlum til að átta sig á hversu handahófskennt verklag heilbrigðisyfirvalda er og hversu óábyrgt háttalag þau hafa viðhaft með sóttvarnalækni í fararbroddi. Það er löngu orðið tímabært að takast á við COVID 19 af meiri þunga og yfirvegun ekki síst við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eigi að afstýra gósentíð útfarastofa. Þó svo að framlína sóttvarna og þeirra sem skreyta sig gyltum borðum og medalíum geti þessa dagana tilkynnt um hversu fólk hafi það gott í sóttkví og sýktir séu lítið veikir, er ekki óvarlegt að íhuga að fréttaflutningur geti orðið með öðrum og dapurlegri hætti. Lítið kemur frá landlæknisembættinu til forvarnar þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru veilir fyrir, þó svo að sleifarlegt verklag hafi aftur og aftur komið fram á vefmiðlum. Vandséð er að sóttkví í hjarta borgarinnar sé vænlegur kostur þeirra sem þurfa að takast á við að vera lokaðir af í óhentugu húsnæði og takast á við sóttkví og einangrun, ásamt því að hafa ekkert við að vera. Tæplega er það mjög traustvekjandi að einmana og illa áttaður ferðamaður, eða hver svo sem á í hlut sem þarf að takast á við sóttkví ásamt ferðafrelsi, ráfi um miðborgina sér til dægrastyttingar. Það hefði verið mun eðlilegra að rýma fangelsið á Hólmsheiði, og nýta það sem sóttkví, þar sem er góð sjúkraaðstaða og afgirt svæði innan- sem utandyra, í ljósi þess hversu alvarlegt ástand (sjálfskaparvíti) er að skapast. Stundum þarf að taka meiri hagsmuni fram yfir minni þegar mikið liggur við, í það minnsta stafar þjóðinni meiri hætta af COVID-19 en þeim sem dvelja á Hólmsheiðinni. Þar að auki er óforsvaranlegt að þeir sem eru að sitja af sér minniháttar brot séu hafðir í rammgirtu fangelsi eins og um harðsvíraða glæpamenn sé að ræða, og hafa þar að auki ekkert uppbyggilegra við að vera en að bryðja geðlyf. Þó svo að um huglægt mat sé að ræða mælir nánast allt með því að staðsetning á góðri sóttvarnaraðstöðu væri betur fyrir komið á Hólmsheiðinni, ekki síst ef embættiskerfinu tekst enn og aftur að sýna hversu óábyrgt heilbrigðiskerfið er, og flest bendir til að svo sé. Öryggi starfsmanna og sjúklinga yrði væntanlega í alla staði margfalt betra og árangursríkara. Einnig hefði mátt koma upp gámabúðum eftir þörfum á afgirtu svæði og nýta síðar með öðrum hætti. Landlæknisembættið með heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur ítrekað drullað upp á bak og má helst ætla að eina sem þau kunni sé smáskammtalækningar, yfirklór og yfirhylmingar. Kastljósþættir undangenginna ára gefa því góðan vitnisburð að um svívirðilegan kattarþvott og rykfallnar skúffur sé að ræða. Tæplega er drulluholan við Hringbraut heilbrigðisráðherra til framdráttar, einnig ætti ráðherra að íhuga að fleiri gætu þurft að komast í öndunarvélar en eru fyrir hendi ef illa fer. Sóttvarnarlæknir ætti einnig að íhuga tilsvör sín og gerðir undanfarnar vikur ásamt stöðu sína. Vilji ríkisstjórnarflokkarnir að störf þeirra verði metin að verðleikum en hingað til, ætti flokksforustan að einbeita sér að því að láta af innantómum loforðum, sem einkennast af kosningafnyk og rústabjörgun, og fara að vinna vinnuna sína. Höfundur er fjárfestir.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar