Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 76-87 | Njarðvík upp að hlið KR Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 22:15 Kári Jónsson og Chaz Williams í Hafnarfirði í kvöld. vísir/bára Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur voru 87-76 eftir að Njarðvík stakk af í lok þriðja leikhluta. Með sigrinum náði Suðurnesjaliðið tveggja stiga forskoti á Hauka og er með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna. Gestirnir byrjuðu betur og komust í 9-2 í byrjun leiks. Heimamenn náðu hægt og rólega að minnka forskotið. Kári Jónsson skoraði úr sniðskoti þegar tæpar 2 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhlutanum og minnkaði muninn í þrjú stig. Staðan eftir frekar rólegan fyrsta leikhluta 19-16 fyrir gestunum. Annar leikhluti var fremur fjörugari og liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar. Haukar héldu áfram að færast nær Njarðvíkingum og Flenard Whitfield kom þeim svo yfir í lok leikhlutans, staðan í hálfleik 36-35 fyrir heimamönnum. Haukar náðu mest fjögurra stiga forystu í byrjun seinni hálfleiks en Njarðvíkingar náðu síðan stjórn á leiknum. Eftir að Kári Jónsson minnkaði muninn í eitt stig fyrir Hauka, 48-47, komu 12 stig í röð frá gestunum. Hjálmar Stefánsson náði að stöðva áhlaupið þegar hann minnkaði muninn í 60-49 fyrir Hauka en að loknum þriðja leikhluta var staðan 61-49 Njarðvík í vil. Njarðvíkingar náðu 16 stiga forystu snemma í 4. leikhluta en þá náðu heimamenn smá áhlaupi og náðu að saxa forskotið niður í 8 stig. Kristinn Pálsson setti síðan niður þriggja stiga skot úr horninu þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum og kom Njarðvík 13 stigum yfir. Hann var svo aftur á ferðinni þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann fékk þrjú vítaskot sem fóru öll niður. Munurinn þá 15 stig og leikurinn svo gott sem búinn. Lokatölur urðu 11 stiga sigur Njarðvíkur, 87-76. Sterkur sigur en þetta er aðeins þriðja tap Hauka á Heimavelli. Af hverju vann Njarðvík?Þeir byrjuðu leikinn betur og kláruðu hann betur en Haukar. Varnarleikur Njarðvíkur var heilt yfir góður og eini kaflinn sem Haukar náðu forystu var þegar skotin hjá Njarðvík voru ekki að detta. Suðurnesjaliðið fékk einnig gott framlag frá öllum sínum leikmönnum, níu leikmenn skoruðu fyrir Njarðvík í leiknum og stigaskor skiptist vel á milli manna. Þá munaði að sjálfsögðu um að Flenard Whitfield meiddist og spilaði ekki í fjórða leikhluta fyrir Hauka. Hverjir stóðu upp úr?Hjá Njarðvíkurliðinu skiluðu flestir góðu framlagi en þeir sem voru atkvæðamestir voru Mario Matasovic sem var með 20 framlagspunkta, Kristinn Pálsson átti góðan leik með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar auk þess sem hann setti niður mikilvæg skot. Logi Gunnarsson skilaði sínu og var með 14 stig og Chaz Williams var með 6 stoðsendingar fyrir Njarðvík. Hjá Haukum voru það Kári Jónsson og Flenard Whitfield. Kári var með 25 stig og 5 stoðsendingar á meðan Flenard var með 18 stig og 6 fráköst, en hann spilaði aðeins rúmar 20 mínútur vegna meiðsla. Hvað gerist næst?Næsti leikur Njarðvíkur er á heimavelli þeirra í Ljónagryfjunni gegn botnliði Fjölnis og fer fram næsta fimmtudag. Haukar fara á meðan í heimsókn í Garðabæinn og mæta toppliði Stjörnunnar, það verður krefjandi verkefni. Einar Árni Jóhannsson ræðir við sína menn í leiknum í kvöld.vísir/bára Einar: Tveir góðir sigrar,,Ég er mjög ánægður með góðan sigur. Mér fannst við varnarlega bara fínir í dag, við vorum í vandræðum í fráköstunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru mikið að skora eftir sóknarfráköst. Við byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt og náðum góðum tökum og þegar við vorum komnir 10 stigum yfir fannst mér við gera þetta nokkuð skynsamlega,‘‘ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. Njarðvík sigraði Hauka einnig í fyrri leik liðanna í nóvember, þá 89-74. ,,Ég er ánægður að ná tveimur góðum sigrum á móti góðu Haukaliði, við förum mjög ánægðir út úr þessu,‘‘ sagði Einar en hann vildi ekki meina að liðið hans hefði tak á Haukaliðinu. ,,Það sem skekkir myndina er að Flenard dettur út en hann var búinn að vera góður í þessum leik, þannig að ég ætla ekki að segja til um eitthvað tak, bara góður sigur.‘‘ ,,Ég er ánægður hvað þetta dreifðist vel og margir voru að hjálpa til í stigaskorinu, en fyrst og síðast er ég ánægður með góðan varnarleik í kvöld.‘‘ Núna nálgast úrslitakeppnin en Einar segir að það verði alltaf erfitt verkefni sama hvaða andstæðing Njarðvík fær í fyrstu umferð. ,,Þetta var næstum því úrslitaleikur um 5. sætið myndi ég segja, ég held að heimaleikjarétturinn sé mjög langsóttur. Það þarf þá eitthvað að ganga á annaðhvort á Króknum eða í Vesturbæ úr því sem komið er. Við ætlum okkur að klára þetta 5. sæti, hvað sem bíður okkar vitum við að verður mjög erfitt verkefni hvort sem það verður sexfaldir Íslandsmeistarar eða Krókurinn. Við tökum því sem að kemur.‘‘ Martin sagði að sínir menn hefðu verið orkulausir undir lok leiks.vísir/daníel Martin: Erum ekki í okkar besta líkamlega ástandiIsrael Martin, þjálfari Hauka, segir að liðið sitt hafa vantað orku til að klára leikinn í kvöld. ,,Okkur vantaði kraft síðustu mínúturnar og virðumst ekki vera í okkar besta líkamlega ástandi. Við þurfum að vinna í þessu og reyna að safna orku sem fyrst til að vera tilbúnir í úrslitakeppnina.‘‘ Flenard Whitfield, einn besti maður Hauka í leiknum, var ekki með í síðasta fjórðungi leiksins. ,,Ég held hann hafi meiðst á rifbeini. Sjúkraþjálfarinn sagði að hann gæti ekki haldið áfram, vonandi er þetta ekkert alvarlegt,‘‘ sagði Martin um fjarveru Flenards. ,,Þeir byrjuðu leikinn augljóslega mun betur en við, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Það leit út fyrir að okkur hafi skort orku bæði í vörn og sókn, við klikkuðum á opnum skotum og áttum erfitt með að verjast maður á mann. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og fara yfir. Frá þessum tímapunkti þurfum við að vinna að því að bæta okkur,‘‘ sagði Martin að lokum. Dominos-deild karla
Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur voru 87-76 eftir að Njarðvík stakk af í lok þriðja leikhluta. Með sigrinum náði Suðurnesjaliðið tveggja stiga forskoti á Hauka og er með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna. Gestirnir byrjuðu betur og komust í 9-2 í byrjun leiks. Heimamenn náðu hægt og rólega að minnka forskotið. Kári Jónsson skoraði úr sniðskoti þegar tæpar 2 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhlutanum og minnkaði muninn í þrjú stig. Staðan eftir frekar rólegan fyrsta leikhluta 19-16 fyrir gestunum. Annar leikhluti var fremur fjörugari og liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar. Haukar héldu áfram að færast nær Njarðvíkingum og Flenard Whitfield kom þeim svo yfir í lok leikhlutans, staðan í hálfleik 36-35 fyrir heimamönnum. Haukar náðu mest fjögurra stiga forystu í byrjun seinni hálfleiks en Njarðvíkingar náðu síðan stjórn á leiknum. Eftir að Kári Jónsson minnkaði muninn í eitt stig fyrir Hauka, 48-47, komu 12 stig í röð frá gestunum. Hjálmar Stefánsson náði að stöðva áhlaupið þegar hann minnkaði muninn í 60-49 fyrir Hauka en að loknum þriðja leikhluta var staðan 61-49 Njarðvík í vil. Njarðvíkingar náðu 16 stiga forystu snemma í 4. leikhluta en þá náðu heimamenn smá áhlaupi og náðu að saxa forskotið niður í 8 stig. Kristinn Pálsson setti síðan niður þriggja stiga skot úr horninu þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum og kom Njarðvík 13 stigum yfir. Hann var svo aftur á ferðinni þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann fékk þrjú vítaskot sem fóru öll niður. Munurinn þá 15 stig og leikurinn svo gott sem búinn. Lokatölur urðu 11 stiga sigur Njarðvíkur, 87-76. Sterkur sigur en þetta er aðeins þriðja tap Hauka á Heimavelli. Af hverju vann Njarðvík?Þeir byrjuðu leikinn betur og kláruðu hann betur en Haukar. Varnarleikur Njarðvíkur var heilt yfir góður og eini kaflinn sem Haukar náðu forystu var þegar skotin hjá Njarðvík voru ekki að detta. Suðurnesjaliðið fékk einnig gott framlag frá öllum sínum leikmönnum, níu leikmenn skoruðu fyrir Njarðvík í leiknum og stigaskor skiptist vel á milli manna. Þá munaði að sjálfsögðu um að Flenard Whitfield meiddist og spilaði ekki í fjórða leikhluta fyrir Hauka. Hverjir stóðu upp úr?Hjá Njarðvíkurliðinu skiluðu flestir góðu framlagi en þeir sem voru atkvæðamestir voru Mario Matasovic sem var með 20 framlagspunkta, Kristinn Pálsson átti góðan leik með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar auk þess sem hann setti niður mikilvæg skot. Logi Gunnarsson skilaði sínu og var með 14 stig og Chaz Williams var með 6 stoðsendingar fyrir Njarðvík. Hjá Haukum voru það Kári Jónsson og Flenard Whitfield. Kári var með 25 stig og 5 stoðsendingar á meðan Flenard var með 18 stig og 6 fráköst, en hann spilaði aðeins rúmar 20 mínútur vegna meiðsla. Hvað gerist næst?Næsti leikur Njarðvíkur er á heimavelli þeirra í Ljónagryfjunni gegn botnliði Fjölnis og fer fram næsta fimmtudag. Haukar fara á meðan í heimsókn í Garðabæinn og mæta toppliði Stjörnunnar, það verður krefjandi verkefni. Einar Árni Jóhannsson ræðir við sína menn í leiknum í kvöld.vísir/bára Einar: Tveir góðir sigrar,,Ég er mjög ánægður með góðan sigur. Mér fannst við varnarlega bara fínir í dag, við vorum í vandræðum í fráköstunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru mikið að skora eftir sóknarfráköst. Við byrjuðum seinni hálfleikinn sterkt og náðum góðum tökum og þegar við vorum komnir 10 stigum yfir fannst mér við gera þetta nokkuð skynsamlega,‘‘ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. Njarðvík sigraði Hauka einnig í fyrri leik liðanna í nóvember, þá 89-74. ,,Ég er ánægður að ná tveimur góðum sigrum á móti góðu Haukaliði, við förum mjög ánægðir út úr þessu,‘‘ sagði Einar en hann vildi ekki meina að liðið hans hefði tak á Haukaliðinu. ,,Það sem skekkir myndina er að Flenard dettur út en hann var búinn að vera góður í þessum leik, þannig að ég ætla ekki að segja til um eitthvað tak, bara góður sigur.‘‘ ,,Ég er ánægður hvað þetta dreifðist vel og margir voru að hjálpa til í stigaskorinu, en fyrst og síðast er ég ánægður með góðan varnarleik í kvöld.‘‘ Núna nálgast úrslitakeppnin en Einar segir að það verði alltaf erfitt verkefni sama hvaða andstæðing Njarðvík fær í fyrstu umferð. ,,Þetta var næstum því úrslitaleikur um 5. sætið myndi ég segja, ég held að heimaleikjarétturinn sé mjög langsóttur. Það þarf þá eitthvað að ganga á annaðhvort á Króknum eða í Vesturbæ úr því sem komið er. Við ætlum okkur að klára þetta 5. sæti, hvað sem bíður okkar vitum við að verður mjög erfitt verkefni hvort sem það verður sexfaldir Íslandsmeistarar eða Krókurinn. Við tökum því sem að kemur.‘‘ Martin sagði að sínir menn hefðu verið orkulausir undir lok leiks.vísir/daníel Martin: Erum ekki í okkar besta líkamlega ástandiIsrael Martin, þjálfari Hauka, segir að liðið sitt hafa vantað orku til að klára leikinn í kvöld. ,,Okkur vantaði kraft síðustu mínúturnar og virðumst ekki vera í okkar besta líkamlega ástandi. Við þurfum að vinna í þessu og reyna að safna orku sem fyrst til að vera tilbúnir í úrslitakeppnina.‘‘ Flenard Whitfield, einn besti maður Hauka í leiknum, var ekki með í síðasta fjórðungi leiksins. ,,Ég held hann hafi meiðst á rifbeini. Sjúkraþjálfarinn sagði að hann gæti ekki haldið áfram, vonandi er þetta ekkert alvarlegt,‘‘ sagði Martin um fjarveru Flenards. ,,Þeir byrjuðu leikinn augljóslega mun betur en við, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Það leit út fyrir að okkur hafi skort orku bæði í vörn og sókn, við klikkuðum á opnum skotum og áttum erfitt með að verjast maður á mann. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og fara yfir. Frá þessum tímapunkti þurfum við að vinna að því að bæta okkur,‘‘ sagði Martin að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu