Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 16:24 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/KMU Vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það er um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl eru rúmlega 3.500 samtals. „Félagið er nú að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu.Sjá einnig: Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða höggHaft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að nú standi félagið frammi fyrir óvissu vegna útbreiðslu veirunnar. Sveigjanleiki leiðakerfisins hafi verið lengi einn helsti styrkleiki Icelandair og geri félaginu kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. „Heilsa og öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er ávallt forgangsmál. Við vinnum nú að því að greina stöðuna, meta hugsanleg áhrif og mögulegar aðgerðir. Áhersla okkar er á að lágmarka áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa félagsins.“ Farþegum fjölgaði Í sömu tilkynningu kemur fram að Icelandair hafi flutt 131 þúsund farþega til Íslands í febrúar, sem er um 27 prósent aukning á milli ára á meðan farþegum frá Íslandi fjölgaði um 4 prósent. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum lagt áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og flutningatölur félagsins endurspegla þá stefnu félagsins. Farþegum Icelandair til Íslands hefur fjölgað um 23% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Tengifarþegum fækkaði um 17% á milli ára í febrúar. Sætanýting félagsins er um 75% fyrstu tvo mánuði ársins og hefur aukist um eitt prósentustig á milli ára,“ segir þar jafnframt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07 Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það er um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl eru rúmlega 3.500 samtals. „Félagið er nú að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu.Sjá einnig: Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða höggHaft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að nú standi félagið frammi fyrir óvissu vegna útbreiðslu veirunnar. Sveigjanleiki leiðakerfisins hafi verið lengi einn helsti styrkleiki Icelandair og geri félaginu kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. „Heilsa og öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er ávallt forgangsmál. Við vinnum nú að því að greina stöðuna, meta hugsanleg áhrif og mögulegar aðgerðir. Áhersla okkar er á að lágmarka áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa félagsins.“ Farþegum fjölgaði Í sömu tilkynningu kemur fram að Icelandair hafi flutt 131 þúsund farþega til Íslands í febrúar, sem er um 27 prósent aukning á milli ára á meðan farþegum frá Íslandi fjölgaði um 4 prósent. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum lagt áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og flutningatölur félagsins endurspegla þá stefnu félagsins. Farþegum Icelandair til Íslands hefur fjölgað um 23% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Tengifarþegum fækkaði um 17% á milli ára í febrúar. Sætanýting félagsins er um 75% fyrstu tvo mánuði ársins og hefur aukist um eitt prósentustig á milli ára,“ segir þar jafnframt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07 Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Sjá meira
Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07
Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36