Ábyrg afstaða Stefán Pétursson skrifar 7. mars 2020 09:00 Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun