Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2020 08:00 Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar