Handbolti

Grótta heldur áfram að styrkja sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel Örn Griffin í leik með KA á síðustu leiktíð.
Daníel Örn Griffin í leik með KA á síðustu leiktíð. vísir/bára

Daníel Örn Griffin hefur skrifað undir tveggja ára samning við nýliða Gróttu í Olís-deild karla.

Daníel kemur til liðsins frá KA þar sem hann lék á síðustu leiktíð en hann ólst upp hjá ÍBV.

Daníel spilar hægri skyttu og var á topp fimm listanum yfir flestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni á síðustu leiktíð.

„Daníel er púslið sem okkur vantaði í hópinn. Hann kemur inn með skotógn og kraft á hægri vænginn og auk þess að vera frábær varnarmaður. Það er ljóst að hann mun styrkja liðið,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, við undirskriftina.

Grótta spilar í UMSK/Reykjavíkurmótinu í næstu viku en þessum tveimur upphitunarmótum hefur verið slegið saman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.