Handbolti

Arftaki Arons fundinn

Sindri Sverrisson skrifar
Michael Roth stýrði Füchse Berlín síðustu vikurnar fyrir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.
Michael Roth stýrði Füchse Berlín síðustu vikurnar fyrir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY

Aron Kristjánsson varð að gefa frá sér starfið sem þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta, og fórna þar með ferð á Ólympíuleikana í Tókýó. Arftaki hans er nú fundinn.

Þjóðverjinn Michael Roth mun taka við Barein 1. október en hann skrifaði undir samning til 15 mánaða. „Þetta verður lítið ævintýri,“ sagði Roth sem síðast stýrði Füchse Berlín til bráðabirgða seinni hluta síðasta vetrar. Hann stýrði Melsungen árin 2010-2018.

Aron tók við Barein árið 2018 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara í sumar. Eftir að þeim var frestað um eitt ár var ljóst að Aron kæmist ekki með liðinu á leikana, en hann hafði þá samið um að taka við karlaliði Hauka í sumar af Gunnari Magnússyni.


Tengdar fréttir

Útséð um að Aron fari á Ólympíuleikana

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta og mun einbeita sér að nýju starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×