„Gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Þessar konur hafa slegið í gegn sem uppistandarar. mynd/Hlín Arngrímsdóttir Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is. Uppistand Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is.
Uppistand Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira