Fyrsti sigur Palace síðan á annan í jólum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Crystal Palace fagna með hetju dagsins, Patrick van Aanholt.
Leikmenn Crystal Palace fagna með hetju dagsins, Patrick van Aanholt. vísir/getty

Crystal Palace vann sinn fyrsta leik síðan á öðrum degi jóla í fyrra þegar liðið lagði Newcastle United að velli, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Patrick van Aanholt skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Valentino Lazaro, leikmaður Newcastle, var rekinn af velli í uppbótartíma fyrir að brjóta á Wilfried Zaha sem var sloppinn í gegn.


Með sigrinum komst Palace upp í 13. sæti deildarinnar. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 14. sætinu.

Eftir tvö töp í röð sigraði Southampton Aston Villa, 2-0, á heimavelli. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 8. mínútu og Stuart Armstrong skoraði svo annað mark þeirra í uppbótartíma.

Southampton er í 12. sæti deildarinnar en Villa í því sautjánda.

Þá gerðu Sheffield United og Brighton 1-1 jafntefli á Bramall Lane.

Enda Stevens kom Sheffield United yfir á 26. mínútu en Neal Maupay jafnaði fjórum mínútum síðar.

Sheffield United er í 6. sæti deildarinnar en Brighton í því fimmtánda.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.