Körfubolti

Berglind studdi Snæfell til sigurs mánuði eftir slysið

Sindri Sverrisson skrifar
Berglind Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli eftir sigurinn gegn Breiðabliki í dag.
Berglind Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli eftir sigurinn gegn Breiðabliki í dag. Facebook/@kkd.snaefells

Körfuknattleikskonan Berglind Gunnarsdóttir var mætt til að styðja við liðsfélaga sína í Snæfelli í Kópavogi í dag, rúmum mánuði eftir að hún slasaðist alvarlega í rútuslysi.

Körfuknattleiksdeild Snæfells birti mynd af Berglindi og Snæfellsliðinu eftir sigurinn og sagði hana hafa fært liðinu kraft í seinni hálfleiknum. „Mikilvægt skref fyrir Berglindi og hópinn að hittast og finna fyrir kraftinum og samkenndinni. Við erum endalaust stolt af Berglindi okkar og hennar fjölskyldu - krafturinn sem við fengum frá þeim var stórkostlegur! Við höldum áfram að berjast fyrir ykkur!“ var skrifað með myndinni.Snæfell vann að lokum 14 stiga sigur í dag, 91-77, og náði átta stiga forskoti á Breiðablik í Dominos-deildinni en liðin eru í 6. og 7. sæti.

Berglind var á leið norður í land í skíðaferð þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi. Hún hafði þá verið frá keppni í sjö mánuði vegna axlarmeiðsla. Nú er hafin löng og mikil endurhæfing hjá landsliðskonunni sem var glaðbeitt eftir sigur Snæfells í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.