Körfubolti

Berglind studdi Snæfell til sigurs mánuði eftir slysið

Sindri Sverrisson skrifar
Berglind Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli eftir sigurinn gegn Breiðabliki í dag.
Berglind Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli eftir sigurinn gegn Breiðabliki í dag. Facebook/@kkd.snaefells

Körfuknattleikskonan Berglind Gunnarsdóttir var mætt til að styðja við liðsfélaga sína í Snæfelli í Kópavogi í dag, rúmum mánuði eftir að hún slasaðist alvarlega í rútuslysi.Körfuknattleiksdeild Snæfells birti mynd af Berglindi og Snæfellsliðinu eftir sigurinn og sagði hana hafa fært liðinu kraft í seinni hálfleiknum. „Mikilvægt skref fyrir Berglindi og hópinn að hittast og finna fyrir kraftinum og samkenndinni. Við erum endalaust stolt af Berglindi okkar og hennar fjölskyldu - krafturinn sem við fengum frá þeim var stórkostlegur! Við höldum áfram að berjast fyrir ykkur!“ var skrifað með myndinni.

Snæfell vann að lokum 14 stiga sigur í dag, 91-77, og náði átta stiga forskoti á Breiðablik í Dominos-deildinni en liðin eru í 6. og 7. sæti.Berglind var á leið norður í land í skíðaferð þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi. Hún hafði þá verið frá keppni í sjö mánuði vegna axlarmeiðsla. Nú er hafin löng og mikil endurhæfing hjá landsliðskonunni sem var glaðbeitt eftir sigur Snæfells í dag.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.