Körfubolti

Tilkynning frá Snæfelli: Við höfum endalausa trú á Berglindi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind í leik með liðinu á síðustu leiktíð.
Berglind í leik með liðinu á síðustu leiktíð. vísir/bára

Snæfell hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður liðsins og landsliðskona, sendi frá sér tilkynningu í gær.

Berglind, sem er 26 ára, slasaðist alvarlega í rútuslysi rétt fyrir utan Blönduós þann 10. janúar en hún var hluti af læknanemum og hjúkrunarfræðingum sem voru á leið í skíðaferð.

Hún verður frá í einhvern tíma en nú hefur lið hennar og uppeldisfélag, Snæfell, sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Berglindi.

„Janúar hefur einkennst af mikilli óvissu og sársauka hjá okkur. Við stöndum 100% á bakvið okkar elsku Berglindi og hennar fjölskyldu,“ segir á Facebook-síðu Snæfells.

„Við höfum endalausa trú á Berglindi. Allir litlu og stóru sigrarnir sem þú hefur nú þegar unnið veita okkur styrk og við sendum alla okkar strauma til að hjálpa þér og fjölskyldunni í Ásklifinu í batanum.“

„Lífið er það mikilvægasta sem við eigum. Þjöppum okkur saman og hugsum vel um hvort annað þá koma sigrarnir sem við þurfum innan sem utan vallar! Skref fyrir skref!“ og tilkynningin endar á hvatningarorðum:

„Áfram Berglind.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×