Fengu að hita upp fyrir Ásgeir á Íslendingatónleikum í Osló Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2020 12:30 Gunnar á sviðinu í Osló um helgina. „Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið. Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið.
Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“