Erlent

Á þriðja tug brúð­kaups­gesta látnir eftir rútu­slys á Ind­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Rútan hafnaði í ánni Maze þegar slysið varð.
Rútan hafnaði í ánni Maze þegar slysið varð. AP

Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir að rúta fór út af veginum og hafnaði í fljóti í vestanverðu Indlandi. Fólkið um borð voru gestir í brúðkaupi, að því er fram kemur í yfirlýsingu lögreglu.

Erlendir fjölmiðlar segja rútubílstjórann hafa misst stjórn á rútunni eftir að sprakk á einu dekkinu. Rútunni var ekið eftir hraðbraut þegar slysið varð.

Alls komust fimm manns lífs af og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Slysið varð skammt frá Kota í Rajasthan-héraði, um fimm hundruð kílómetrum suður af höfuðborginni Delí.

Banaslys í umferðinni eru tiltölulega algeng á Indlandi og er áætlað að um 150 þúsund manns láti lífið í umferðinni á ári hverju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.