Fótbolti

Þetta eru mögu­legir mót­herjar Man. United og Ragga Sig í 16-liða úr­slitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og Jesse Lingaard voru báðir í eldlínunni í gær.
Ragnar Sigurðsson og Jesse Lingaard voru báðir í eldlínunni í gær. vísir/getty

Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í dag. Sýnt verður beint frá drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst drátturinn klukkan tólf.

Mörg ansi sterk félög eru eftir í pottinum en England, Spán og Þýskaland eiga öll tvö lið eftir í pottinum. Manchester United er komið áfram eftir stórsigurinn á Club Brugge í gær.







Eitt Íslendingalið er eftir í pottinum en Ragnar Sigurðsson og félagar hans í FCK eru komnir áfram eftir magnaðan útisigur á Celtic á útivelli í gær. Það er ansi spennandi einvígi sem bíður Ragnars og félaga.

Enn á eftir að útkljá eitt einvígið en það er viðureign Salzburg og Eintracht Frankfurt. Leiknum var frestað í gær vegna veðurs en Frankfurt leiðir 4-1 eftir fyrri leikinn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×