Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 11:43 Virði hlutabréfa Icelandair hefur stefnt niður á við að undanförnu. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum. Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum.
Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43
Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27
Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16