Handbolti

Ómar Ingi í ham í toppslagnum eftir erfiðan tíma

Sindri Sverrisson skrifar
Ómar Ingi Magnússon glímdi við alvarlegar afleiðingar höfuðhöggs í marga mánuði.
Ómar Ingi Magnússon glímdi við alvarlegar afleiðingar höfuðhöggs í marga mánuði. vísir/getty

Eftir að hafa verið átta mánuði utan vallar vegna höfuðmeiðsla átti landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon stórleik í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Ómar lék í byrjun þessa mánaðar fyrsta leik Aalborg eftir EM-hléið en hafði þá hægt um sig. Í kvöld var hann hins vegar frábær í 23-21 sigri á Holstebro í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Ómar átti sex stoðsendingar auk þess að skora þrjú mörk úr fjórum tilraunum. Þá skoraði Janus Daði Smárason þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar.

Aalborg er nú með 35 stig á toppnum, átta stigum á undan Holstebro, þegar aðeins sex umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði úr öllum fimm skotum sínum fyrir PSG sem vann Aix með tíu marka mun, 38:28, í frönsku deildinni. PSG er efst í deildinni með fullt hús stiga, sex stigum á undan Nantes þegar fimtán umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×