Lífið

Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jeff Bezos, forstjóri Amazon og rík­asti maður heims.
Jeff Bezos, forstjóri Amazon og rík­asti maður heims. nordicphotos/AFP

Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. Villan er staðsett í Beverly Hills og kostaði 165 milljónir dollara eða því sem samsvarar 21 milljarð íslenskra króna. Buisness Insider fjallar um málið.

Húsið var upphaflega hannað fyrir Jack Warner sem var forstjóri kvikmyndaversins Warner Bros á sínum tíma. Þar má meðal annars finna níu holu golfvöll en síðasti eigandi var David Geffen.

Húsið er það dýrasta sem selst hefur í Kaliforníu en síðasta með var um 150 milljónir dollara.

Í síðustu viku greindi New York Post frá því að Lauren Sanchez, kærasta Bezos, hefði verið að skoða eignir á svæðinu og nú er parið greinilega búið að finna sér hús. Húsið sjálft er 1200 fermetrar og að auki má finna á svæðinu tvö gestahús, tennisvöll, sundlaug og gengur húsið undir nafninu partýhúsið í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×