Handbolti

Aron Rafn skiptir um félag og fer í toppbaráttu

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson lék með ÍBV hér á landi áður en hann fór til Hamburg.
Aron Rafn Eðvarðsson lék með ÍBV hér á landi áður en hann fór til Hamburg. vísir/ernir

Aron Rafn Eðvarðsson hefur söðlað um í þýsku 2. deildinni í handbolta en hann er orðinn leikmaður Bietigheim á nýjan leik eftir að hafa leikið með Hamburg frá árinu 2018.

Til stóð að Aron Rafn, sem er þrítugur, myndi yfirgefa Hamburg í sumar þegar samningur hans átti að renna út og ganga þá í raðir Bietigheim. Því hefur verið flýtt og fór Jonas Maier til Hamburg frá Bietigheim í hans stað. 

Aron er nú kominn í bullandi toppbaráttu en Bietigheim er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Liðið er í 4. sæti með 28 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Coburg og stigi á eftir Hamm sem er í 2. sæti. Hamburg er í 9. sæti með 22 stig.

Aron Rafn lék með Bietigheim veturinn 2016-2017 en fór síðan til ÍBV og þaðan til Hamburg. Hann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Danmörku en hóf ferilinn hjá Haukum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.