Handbolti

Með fimm mörkum meira að meðaltali í leik eftir áramót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur hefur leikið einkar vel með ÍBV á árinu 2020.
Dagur hefur leikið einkar vel með ÍBV á árinu 2020. vísir/daníel

Dagur Arnarsson átti frábæran leik þegar ÍBV lagði Hauka að velli, 36-28, í Olís-deild karla í gær. Þetta var þriðji deildarsigur Eyjamanna í röð.

Dagur skoraði tíu mörk úr tólf skotum, gaf fjórar stoðsendingar og þrjár sendingar sem gáfu vítaköst.

Þetta var annar frábæri leikur Dags í röð. Í sigrinum á Aftureldingu, 26-32, skoraði hann níu mörk úr tólf skotum og gaf þrjár stoðsendingar.

Dagur fékk 10 í sóknareinkunn hjá HB Statz fyrir frammistöðuna í gær og 9,4 í sóknareinkunn gegn Aftureldingu.

Eyjaliðið hefur leikið mun betur eftir áramót en fyrir áramót og þá sérstaklega Dagur.

Í 14 deildarleikjum fyrir áramót var hann með 2,1 mark að meðaltali í leik. Eftir áramót er hann með sjö mörk að meðaltali í leik.

Stoðsendingarnar voru 3,0 að meðaltali í leik fyrir áramót en eru 3,5 eftir áramót. Og töpuðu boltarnir eru nú aðeins 1,5 en voru 2,4 fyrir áramót.

ÍBV er í 6. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir toppliði Hauka.

Deildarleikir Dags Arnarssonar á árinu 2020

ÍBV 36-28 Haukar
10 mörk (83% skotnýting), 4 stoðsendingar, 3 vítasendingar

Afturelding 26-32 ÍBV
9 mörk (75% skotnýting), 3 stoðsendingar, 1 vítasending

Selfoss 29-36 ÍBV
6 mörk (67% skotnýting), 0 stoðsendingar, 1 vítasending

ÍBV 25-26 Valur
3 mörk (38% skotnýting), 7 stoðsendingar, 2 vítasendingar


Tengdar fréttir

Hvítu riddararnir í gær: Við elskum mömmur okkar

Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna bauð aftur upp á mæðramyndir á hliðarlínunni í gær þegar ÍBV rúllaði upp toppliði Hauka. Þær voru hins vegar af allt öðrum toga en síðast.

Gunnar: Við skulum horfa á staðreyndir

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.