Handbolti

Með fimm mörkum meira að meðaltali í leik eftir áramót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur hefur leikið einkar vel með ÍBV á árinu 2020.
Dagur hefur leikið einkar vel með ÍBV á árinu 2020. vísir/daníel

Dagur Arnarsson átti frábæran leik þegar ÍBV lagði Hauka að velli, 36-28, í Olís-deild karla í gær. Þetta var þriðji deildarsigur Eyjamanna í röð.Dagur skoraði tíu mörk úr tólf skotum, gaf fjórar stoðsendingar og þrjár sendingar sem gáfu vítaköst.Þetta var annar frábæri leikur Dags í röð. Í sigrinum á Aftureldingu, 26-32, skoraði hann níu mörk úr tólf skotum og gaf þrjár stoðsendingar.Dagur fékk 10 í sóknareinkunn hjá HB Statz fyrir frammistöðuna í gær og 9,4 í sóknareinkunn gegn Aftureldingu.Eyjaliðið hefur leikið mun betur eftir áramót en fyrir áramót og þá sérstaklega Dagur.Í 14 deildarleikjum fyrir áramót var hann með 2,1 mark að meðaltali í leik. Eftir áramót er hann með sjö mörk að meðaltali í leik.Stoðsendingarnar voru 3,0 að meðaltali í leik fyrir áramót en eru 3,5 eftir áramót. Og töpuðu boltarnir eru nú aðeins 1,5 en voru 2,4 fyrir áramót.ÍBV er í 6. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir toppliði Hauka.

Deildarleikir Dags Arnarssonar á árinu 2020

ÍBV 36-28 Haukar

10 mörk (83% skotnýting), 4 stoðsendingar, 3 vítasendingarAfturelding 26-32 ÍBV

9 mörk (75% skotnýting), 3 stoðsendingar, 1 vítasendingSelfoss 29-36 ÍBV

6 mörk (67% skotnýting), 0 stoðsendingar, 1 vítasendingÍBV 25-26 Valur

3 mörk (38% skotnýting), 7 stoðsendingar, 2 vítasendingar


Tengdar fréttir

Gunnar: Við skulum horfa á staðreyndir

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Hvítu riddararnir í gær: Við elskum mömmur okkar

Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna bauð aftur upp á mæðramyndir á hliðarlínunni í gær þegar ÍBV rúllaði upp toppliði Hauka. Þær voru hins vegar af allt öðrum toga en síðast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.