Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 10:13 Skipulagsbreytingarnar hjá Eimskip taka gildi þegar í dag. Vísir/Rakel Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit. Vinnumarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit.
Vinnumarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira