Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 10:13 Skipulagsbreytingarnar hjá Eimskip taka gildi þegar í dag. Vísir/Rakel Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit. Vinnumarkaður Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit.
Vinnumarkaður Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira