Ef ófaglærðir starfsmenn í leikskólum fengju borgað eins og barnapíur Ingvi Hrannar Ómarsson skrifar 19. febrúar 2020 17:00 Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar